fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 20:30

Myndatakan umrædda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku handtók lögreglan í Dubai hóp af fyrirsætum fyrir að sitja naktar fyrir á svölum um hábjartan dag. Ein þeirra segist hafa verið neydd til að taka þátt í myndatökunni.

Myndbönd og myndir af athæfinu vöktu athygli á samfélagsmiðlum um helgina en í þeim má sjá fjölmargar konur standa naktar á svölunum í fínu hverfi í Dubai. Þá má einnig sjá mann taka myndir af nöktu konunum á svölunum.

Irina Sotulenko er 23 ára fyrirsæta frá Úkraníu. Hún er ein þeirra handteknu. Samkvæmt News.au eru allavega 40 konur í haldi lögreglu, þarf af ellefu konur frá Úkraníu. Þær gætu átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi, en búist er við að konurnar verði sendar aftur heim til Úkraníu á mánudaginn næsta eftir að stjórnvöld þar í landi náðu sáttum við Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Irina er fyrirsæta frá Úkraníu.

Lögmaður Irinu, Oleksiy Nosov og kærasti hennar Vitaly, segja í samtali við News.au að þeir séu mjög áhyggjufullir fyrir hönd Irinu. Þeir hafa ekki verið í sambandi við hana en Irina sendi kærasta sínum skilaboð áður en hún var handtekin.

Hún kvartaði undan manninum sem skipulagði myndatökuna og kallaði hann „hálfvita“. Hún sagðist einnig hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni, annars fengi hún ekki greitt fyrir verkefnið.

„Ég sagði þeim: „Við erum í arabísku landi, við skulum ekki sýna okkur.“ En djöfullinn, við vorum neyddar á þessar svalir, hann tók myndir og Guð veit hvað gerist næst,“ á Irina að hafa sent kærasta sínum eftir myndatökuna.

Vitaly, kærasti hennar, segir að hún hafi verið meðvituð um að verkefnið væri nektarmyndataka en ekki að myndatakan væri á almannafæri.

Myndir og myndbönd frá myndatökunni fóru á dreifingu um samfélagsmiðla og flúðu nokkrar fyrirsætur strax land. En þær sem voru eftir voru yfirheyrðar og handteknar.

Maðurinn sem skipulaggði myndatökuna og fyrirsæturnar.

Vitaly segir að aðstæður þeirra séu erfiðar og fá þær ekki að vita hvenær þær fá að fara heim.

Samkvæmt News.au er skipuleggjandi myndatökunnar í haldi lögreglu og gæti verið dæmdur í allt að eins og hálfs árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag