fbpx
Föstudagur 07.maí 2021
Fókus

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 10:02

Gunnar Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar.  Gunnar Smári, sem er þrautreyndur blaðamaður, útgefandi og ritstjóri, hefur gert gífurlega margt í íslenskum fjölmiðlum í gegnum tíðina. Eitt af því áhugaverðara var messugagnrýni sem hann hélt úti á RÚV.

„Ég var með messugagnrýni á RÁS 1, þegar Ævar var að byrja með Víðsjá. Þá fór ég í kirkju á sunnudögum og kom með gagnrýni á mánudögum. Maður fór í kirkjuna og ég fjallaði um bygginguna og innréttinguna og svo var sungið og presturinn hélt ræðu og ég kom með gagnrýni á það líka. Mér fannst þetta gaman, en messurnar fengu misjafna dóma. Ég held að ég hafi ekki fjallað jafnvel um neina predikun eins og þá sem ég fór á í Fíladelfíu-söfnuðinum. Mér fannst það snilldarlega framsett og efnið mjög ágengt um hlutverk þess sem er að leiða söfnuðinn og mér fannst þetta tilvistarlegt meistaraverk. Svo voru viðlög í þessu og þetta var frábærlega framsett og stórkostlegur ,,performans”. Svo fór ég í bílskúr við Snorrabraut þar sem var maður sem hafði verið afleysingarprestur á Seltjarnarnesi. Hann talaði yfir söfnuðinum á Nesinu og sagði að líklega myndi meirihlutinn af þessu fólki fara til helvítis! Þannig að hann var látinn fara og stofnaði lítinn söfnuð og var með messur í bílskúr og ég var sá fimmti sem sat og hlustaði. Hann braut rúnstykki og gaf fólkinu. Líkami krists var rúnstykki úr Björnsbakaríi. Það sem ég lærði á þessu verkefni var að kirkjan er yfirleitt alltaf opin fyrir fólk sem er ekki velkomið annars staðar og passar hvergi inn.“

Alinn upp við fátækt

Í þættinum lýsir Gunnar Smári því meðal annars hvernig hann kom illa nestaður út úr æskunni.

„Ég er alinn upp við fátækt, en líka alkóhólisma föður míns og ég er meira brenndur af því, heldur en fátæktinni. Eins og mörg börn sem alast upp í fátækt, áttar maður sig ekki á því hvað maður er fátækur. Ég man eftir skömm yfir því að eiga ekki ný föt og vera í bættum fötum af bræðrum mínum, í skóm með götum og að vera alltaf votur í fæturna. Ég kem út úr æskunni illa nestaður og með mikla skömm yfir bæði fátæktinni og sjúkdóm föður míns. En mér finnst það vera meira tengt alkóhólismanum, af því að ég var oft með föður mínum þegar hann var drukkinn og hefði þurft að fá aðstoð, en fékk bara hlátur og fleira þess háttar. Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló og ég hef örugglega þróað með mér ótta við múginn út frá þessum atvikum. Hann sótti okkur edrú, en svo bara datt hann í það og ég man eftir furðulegum senum, í bíói, Viðeyjarferjunni og tjaldi á Laugavatni. Ég held að ef fólk sæi 6-7 ára gamalt barn í þessum aðstæðum með foreldri sínu í dag myndi það koma og hjálpa. En á þessum tíma var þetta bara eins og heimilisofbeldi og fleira, þetta var bara einkamál,“ segir hann.

Upphafsár Fréttablaðsins

Gunnar Smári lýsir í þættinum upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti.

„Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík, fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir 2 mínútur að samþykkja þetta,” segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði:

„Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40% á höfuðborgarsvæðinu.”

Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira.

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“

Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Ben Affleck brást við höfnun á stefnumótasíðu fræga og fallega fólksins

Sjáðu hvernig Ben Affleck brást við höfnun á stefnumótasíðu fræga og fallega fólksins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilkynnti um hvarf kærastans – Lögreglan sagði að hann væri ekki til

Tilkynnti um hvarf kærastans – Lögreglan sagði að hann væri ekki til
Fókus
Fyrir 4 dögum

Upprisa og fall alræmda glaumgosans

Upprisa og fall alræmda glaumgosans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ég held stundum að ég sé í ofbeldissambandi – Verð ég að skilja?

Ég held stundum að ég sé í ofbeldissambandi – Verð ég að skilja?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stripparar deila villtum leyndarmálum og sögum úr starfinu

Stripparar deila villtum leyndarmálum og sögum úr starfinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blóðugt umsáturseinelti – Lögreglan hunsaði hana þar til það var orðið of seint

Blóðugt umsáturseinelti – Lögreglan hunsaði hana þar til það var orðið of seint