fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fókus

Segir stefnumótaheiminn sveitta fyrir samkynhneigða – „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 12. apríl 2021 13:00

Skjáskot/Ísland í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, er 21 árs frá Akureyri og hefur verið áhrifavaldur á samfélagsmiðlum um árabil. Hann er nú að gera garðinn frægan með félögum sínum í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð 2.

Hann var gestur Íslands í dag í gærkvöldi og sagði sögu sína þar sem hann rakti meðal annars hvernig stefnumótaheimurinn er fyrir samkynhneigða á Íslandi og hvaða eiginleikum draumaprins hans þurfi að búa yfir.

Ævintýri Binna hófst á Snapchat þar sem hann sýndi myndskeið af snyrtivörum. Hann var þá nýkominn út úr skápnum og hafði mikinn áhuga á förðun.

„Fyrsta daginn fékk ég tvö þúsund fylgjendur og endaði með fimm þúsund fylgjendur fyrsta mánuðinn,“ sagði Binni um hvernig samfélagsmiðlafrægð hans hófst. Á þessum tíma þurfti hann að vera í vinnu til að ná endum saman en í dag er hann áhrifavaldur í fullu starfi.

Honum bauðst að vera stór hluti af fyrstu þáttaröðinni af Æði en segist ekki hafa haft nægilegt sjálfstraust á þeim tíma. En hann ákvað að taka að fullu þátt í annari seríu og segir það bestu ákvörðun sem hann hafi tekið í lífinu.

„Ég hef bara alltaf verið mjög feiminn og ég er mjög feiminn núna. Einnig hef ég alltaf verið mjög félagsfælinn,“ sagði Binni og bætti við að samfélagsmiðlar hafi hjálpað honum að koma út úr skel sinni.

Hann segist óvart hafa komið út úr skápnum þegar hann byrjaði í framhaldsskóla. Það vita samt ekki allir í fjölskyldu hans að hann sé samkynhneigður. Eða vissu það í það minnsta ekki.

„Vinkona mín spyr bara, ert þú hommi? Og ég fór í algjört stresskast en ákvað að segja já og svo byrjaði ég bara að segja öllum í bekknum og það vissu þetta allri á mjög stuttum tíma. Viðbrögðin voru bara mjög góð. En amma mín veit ekki að ég er hommi og hún gæti kannski verið að horfa núna,“ sagði Binni.

Binni er einhleypur og segir stefnumótaheiminn á Íslandi alveg mega vera betri.

„Við erum með sérapp og það er alveg smá hrottalegt og sveitt. Ef fólk er að tala saman á þessu appi þá er það bara til þess að ríða. Mér finnst stefnumótaheimurinn á Íslandi vera of sveittur fyrir samkynhneigða,“ sagði Binni og þegar hann var spurður hvernig draumamaðurinn hans væri svaraði hann hlæjandi: „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn