fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fókus

Móðir gagnrýnd eftir að hún birti mynd af nesti barnsins síns – Óvenjuleg samloka olli fjaðrafoki

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 8. mars 2021 12:00

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir nokkur birti nýlega mynd af nestinu sem hún útbjó handa barninu sínu fyrir skólann. Myndinni deildi hún í áströlskum Facebook-hóp þar sem nesti og hugmyndir fyrir það er rætt. News.com.au greindi frá.

Myndin sem um ræðir sýndi hvað móðirin hafði tekið saman fyrir barnið. Í nestinu var jógúrt, kartöfluflögur og ávextir en einnig eins konar samloka. Það var samlokan sem vakti athygli innan hópsins en ekki voru allir á sama máli um ágæti hennar. „Fyrsta tilraun mín þegar kemur að sushi samloku,“ segir konan en sushi samlokan innihélt steikt Spam, hrærð egg og eldaðar gulrætur. „Vonandi verður þetta borðað,“ skrifaði móðirin með myndinni.

Ljóst er að nestið féll ekki í kramið hjá öllum innan hópsins. Í athugasemdum, sem nú hefur reyndar verið eytt, greindu foreldrar frá áhyggjum sínum varðandi nestið. Einhverjir óttuðust að barninu yrði strítt vegna óvenjulega nestisins og aðrir höfðu áhyggjur af innihaldi samlokunnar, þá sérstaklega kjötinu þar sem Spam er mikið unnin kjötvara.

Þó voru aðrir foreldrar sem komu móðurinni til varnar og sögðu að það eina sem skiptir máli sé hvort barnið hafi notið samlokunnar. „Sonur minn fær dósakjötssamlokur fyrir skólann og hann er 12 ára. Hann elskar það,“ skrifaði til að mynda ein móðir sem kom skapara sushi samlokunnar til varnar. „Af hverju eru allir svona ósáttir með Spam?“ spurði síðan önnur. „Ég borða það ekki persónulega en er ekki markmiðið að hafa vel nærð og ánægð börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“