fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Fyrirsæta höfð að háði og spotti vegna klæðaburðar – Þykir verst hvaðan flestar athugasemdirnar koma

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 5. mars 2021 10:46

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Emily Hawthorne, 20 ára, var að kynna veitingastað á Instagram fyrir Valentínusardaginn. Hún deildi mynd af sér borða mat frá veitingastaðnum heima, vegna samkomutakmarkanna, og fékk í kjölfarið holskeflu af neikvæðum athugasemdum.

Ástæðan var klæðaburður hennar, en netverjum þótti kjóll hennar vera of fleginn. Í samtali við Vogue Italia segir Emily að hún hafi viljað „eyða sér sjálfri“ þegar hún var að skoða athugasemdirnar. Henni hafi einnig misboðið kvenhatursfullu skilaboðin sem hún fékk frá öðrum konum.

Umrædd mynd af Emily.

„Það er hreint ótrúlegt hvað ég fékk margar ógeðslegar athugasemdir undir myndina,“ segir hún.

„Ég titraði. Það sem var verst af þessu öllu var að flestar athugasemdirnar voru frá öðrum konum, þær voru að segja dónalega hluti og merkja vinkonur sínar við færsluna. Mér var alltaf kennt að konur ættu að styðja aðrar konur, þannig að sjá svona viðbjóðsleg skilaboð frá öðrum konum var hræðilegt.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EMILLY HAWTHORNE (@emillyhawthorne)

Einelti í æsku

Emily þekkir það af eigin raun hvernig það er að lenda í einelti. Hún var lögð í skelfilegt einelti í grunnskóla. Hún hætti í skóla fimmtán ára og komst á samning hjá umboðsskrifstofu þegar hún var sextán ára og starfar í dag sem fyrirsæta.

„Það sorglega við þetta allt saman er að þegar eineltið hættir í skólanum þá færist það yfir á netið […] Ég man eftir því að hafa verið mjög ung og ekki viljað lifa lengur,“ segir Emily.

Veitingastaðurinn sem Emily var að kynna, Maki & Ramen, gaf út yfirlýsingu til stuðnings Emily. Þar kom fram að konur ættu að geta klætt sig alveg eins og þær vilja án þess að þurfa að fá niðrandi og dónalegar athugasemdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stílistinn stígur fram og afhjúpar sannleikann á bak við alræmda geirvörtuaugnablikið

Stílistinn stígur fram og afhjúpar sannleikann á bak við alræmda geirvörtuaugnablikið
Fókus
Í gær

Bikinímynd ofurfyrirsætu mánuði eftir barnsburð veldur usla – „Þú lætur öðrum líða ömurlega“

Bikinímynd ofurfyrirsætu mánuði eftir barnsburð veldur usla – „Þú lætur öðrum líða ömurlega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klikkaðar reglur úr Buckinghamhöll

Klikkaðar reglur úr Buckinghamhöll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Morðið sem skók tískuheiminn – Ást, afbrýði og Gucci

Morðið sem skók tískuheiminn – Ást, afbrýði og Gucci
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppáhalds sjónvarpsþættir Evu Laufeyjar – „Ég sit límd við þessa þætti og þeir halda manni frá fyrstu mínútu“

Uppáhalds sjónvarpsþættir Evu Laufeyjar – „Ég sit límd við þessa þætti og þeir halda manni frá fyrstu mínútu“