fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Fókus

Jóhann segir ómögulegt að temja Bassa – Búið að eyða umdeildu færslunni

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 14:51

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega varð uppi mikið fjaðrafok þegar tónlistarmaðurinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj lét Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra heyra það á Twitter. Færsla Bassa á samfélagsmiðlinum vakti gífurlega athygli og var mikið fjallað um hana í fjölmiðlum hér á landi. 

Allt hófst þetta með færslu sem Bassi skrifaði á Twitter þar sem hann sagðist vera svo hugmyndaríkur að hann ætti að gera hugmyndir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sá sér þar leik á borði og sagði að allar hugmyndir væru vel þegnar. „Hér er hugmynd… hvar er nýja stjórnaskrán? With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin,“ skrifaði Bassi við því.

Fjaðrirnar fuku svo enn hærra upp þegar stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson ákvað að stíga í leikinn. „Þú hefur engar hugmyndir, aðeins runu af ókvæðisorðum. Hvernig eigum við að skapa verðmæti? Tryggja frelsi og fjölbreytni? Framfarir? Hagvöxt? Engin svör, aðeins blótsyrði á hrognamáli,“ skrifaði Hannes. Bassi svaraði því tísti með færslu sem hefur verið ansi umdeild. „Jés­us hann­es hver hleypti þér á Twitter og áður en þú ferð að rífa þig þá á ég ss af grindr spjall­inu okk­ar,“ skrifaði Bassi í færslu sem nú hefur verið eytt. Margir hafa sakað Bassa um að með þessari færslu hafi hann verið að hóta Hannesi ofbeldi, það er að birta viðkvæm skilaboð af stefnumótaforritinu Grindr.

„Ég get staðfest að þetta var grín og þessi samskipti eru ekki til“

Frægð Bassa hófst með sjónvarpsþáttunum Æði þar sem hann sjálfur, Patrekur Jaime og Binni Glee eru í aðalhlutverki. Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri þáttanna, var gestur í útvarpsþættinum Lestin á Rás 1 þar sem hann ræddi meðal annars um ólguna sem fylgdi færslum Bassa á Twitter. Jóhann segir til að mynda að ekkert af því sem Bassi skrifaði hafi verið skipulagt fyrirfram af aðstandendum þáttarins.

„Þetta er ekki kóreógrafað. Ég er bara vinur Bassa og hef verið að hjálpa honum að koma af stað þessum tónlistarferli og ég er til staðar fyrir hann, en það er engin leið fyrir neinn að temja Bassa. Hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist,“ sagði Jóhannes í þættinum.

Þá talar Jóhann um samskipti Hannesar og Bassa á Twitter og segir Hannes hafa stokkið fyrir byssukúluna með því að stíga í leikinn. „Prófessor í háskólanum og einn besti vinur valdamesta manns Íslandssögunnar fer einhvern veginn að segja við einhvern ungling að hann viti ekkert um hagvöxt og ætlaði að feisa hann,“ segir Jóhannes og bendir á að meint hótun Bassa um birtingu skilaboðanna sé augljóst grín. „Ég get staðfest að þetta var grín og þessi samskipti eru ekki til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Húmorslausir hvattir til að skrá sig á námskeið um húmor

Húmorslausir hvattir til að skrá sig á námskeið um húmor
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar missa það vegna drungalegs húss – „Þegar það er verið að fara að fórna þér“

Íslendingar missa það vegna drungalegs húss – „Þegar það er verið að fara að fórna þér“