fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Halldóra opnar sig um erfiða lífsreynslu: „Þegar ég var táningur þá var mér nauðgað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. mars 2021 12:22

Halldóra Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Í þættinum segir hún frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var sautján ára gömul.

„Ég átta mig alveg á því að þetta hafði gríðarlega mikið áhrif á mitt líf en þegar ég var táningur þá var mér nauðgað. Á þessum tíma, ég er sautján ára, þá var þetta bara daglegt brauð liggur við,“ segir Halldóra í Einkalífinu.

Mörgum ungum konum í kringum hana var nauðgað á þessum tíma og ekkert rætt um það. Halldóra segir að önnur hver stelpa sem hún þekkir hefur átt svipaða lífsreynslu.

„Ég man að mjög góð vinkona mín kom út úr þessu með mjög mikla áverka og þegar hún steig fram og sagði frá þá var hún bara útskúfuð og fékk hótanir og hatursbréf og símtöl, þangað til að hún dró þetta allt bara til baka og sagði bara að þetta hefði verið mistök og afneitaði þessu til þess að vera tekin aftur í sátt,“ segir hún.

Halldóra segir að hún hafi kennt sér sjálfri um eftir nauðgunina. Henni datt ekki í hug að kæra því hún taldi þetta vera sér að kenna. Í langan tíma eftir á bar Halldóra enga virðingu fyrir sér sjálfri og þetta hafði mikil áhrif á tengsl hennar við aðra, sérstaklega karlmenn.

Í þættinum, sem má horfa á hér að neðan, segir hún frá því hvernig henni hafi tekist að vinna í þessu og fyrirgefa. Hún ræðir einnig um erfiða æsku, móðurhlutverkið og ýmislegt annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“

Vikan á Instagram – „Djöfull er ég gröð í þessa sól maður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn

Á ég að segja vinkonu minni ef kærastinn er að halda framhjá henni? – Sendiboðinn verður drepinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag