fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021
Fókus

Sjaldgæf kveðja Melaniu Trump til Barron Trump tætt í sundur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 23. mars 2021 08:45

Melania Trump og Barron Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melania Trump óskaði syni sínum, Barron Trump, til hamingju með fimmtán ára afmælið á Twitter.

Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna deildi mynd af blöðrum í laginu eins og tölustafirnir 15 og skrifaði „Til hamingju BWT“ með færslunni ásamt þremur hjörtum.

Það er óhætt að segja að færslan hefur vakið misjöfn viðbrögð. Hún hefur verið tætt í sundur af netverjum og segja gagnrýnendur myndina meðal annars vera „óhugnanlega“ og „furðulega.“

En aðrir hafa komið Melaniu til varnar og segja að þetta sé óþarfa gagnrýni frá „Trump-hatursmönnum“ og færslan hafi einfaldlega verið „móðir að fagna syni sínum.“

Melania deilir sjaldan einhvers konar kveðju eða opinberum samfélagsmiðlafærslum um son sinn. Þrátt fyrir að faðir hans, Donald Trump, hafi verið forseti Bandaríkjanna í fjögur ár, þá er lítið vitað um Barron Trump.

Við upphaf forsetatíðar Donald Trump bað Hvíta húsið um að einkalíf Barrons yrði virt. „Það er löng hefð fyrir því að börn forseta fái tækifæri til að alast upp utan við pólitíska sviðsljósið. Hvíta húsið ætlast til þess að sú hefð haldi áfram.“

Vegna þess hversu lítið er vitað um Barron Trump þá hafa ýmsar kenningar verið á sveimi um líðan hans og aðstæður. Í nóvember í fyrra var herferð á vegum unglinga á samfélagsmiðlinum TikTok um að „bjarga“ Barron frá föður sínum. Myllumerkið #SaveBarron eða #BjörgumBarron var notað við birtingu fjölda myndbanda sem má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrirsætan á auðvelt með að fá fullnægingar – Þetta er leyndarmálið

Fyrirsætan á auðvelt með að fá fullnægingar – Þetta er leyndarmálið
Fókus
Fyrir 4 dögum

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega