fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Ungt par var með réttu tölurnar í lottóinu – Þetta er ástæðan fyrir því að þau fá ekki 32 milljarða

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 09:47

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fylgjast margir með lottóinu í aumri von um að tölurnar sem maður valdi séu lesnar upp. Það búast fæstir við því að fá stóra vinninginn enda er um afar ólíklegan atburð að ræða. Rachel Kennedy og Liam McCrohan, par frá Englandi, lenti þó í því síðarnefnda nýlega, það er að tölurnar þeirra í lottóinu voru lesnar upp.

Rachel, sem er 19 ára gömul, og Liam, sem er 21 árs gamall, höfðu spilað með sömu tölurnar í Euromillions lottóinu í 5 vikur í röð. Þegar tölurnar þeirra voru lesnar upp voru þau að vonum afar ánægð. Rachel sá í símanum sínum að þau hefðu unnið stóra vinninginn, 182 milljónir punda eða um 32 milljarða íslenskra króna, og kallaði strax á Liam og mömmu sína.

„Þau trúðu þessu ekki heldur svo ég hugsaði að ég yrði að hringja í lottóið til að fá staðfestingu,“ segir Rachel í samtali við The Sun um málið. Hún hringdi í lottóið en var þá dregin hratt niður á jörðina. „Já þú ert með réttu tölurnar en það var ekki næg innistaða á aðganginum þínum svo kaupin á miðanum fóru ekki í gegn,“ sagði starfsmaður lottósins.

Rachel segist hafa verið í sæluvímu þegar hún sá að tölurnar hennar voru réttar en þegar hún komst að því að miðinn hafði ekki verið keyptur var Liam reiðari en hún. „Hún var frekar róleg en ég var nú þegar byrjaður að eyða peningnum í hausnum mínum,“ segir Liam.

Nú hefur Rachel breytt tölunum sínum fyrir næstu drætti í lottóinu. „Ég var gjörsamlega niðurbrotin þegar ég heyrði manninn segja að við náðum ekki að kaupa miðann. Ég var byrjuð að hugsa um draumahúsið og draumabílinn, ég held ég hafi hugsað of mikið of hratt,“ segir Rachel.

Rachel segist ekki ætla að nota tölurnar sínar aftur. „Við erum alls ekki að fara að nota þessar tölur núna, ég er nú þegar búin að breyta þeim. Ég hef aldrei unnið neitt áður, við erum svo rosalega óheppin þegar kemur að einhverju svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir

Ráðin gegn ógleði sem læknirinn samþykkir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jarðarförin mín verður sýnd um alla Evrópu

Jarðarförin mín verður sýnd um alla Evrópu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá

Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ung húsmóðir vekur athygli á samfélagsmiðlum – Er á móti femínisma og því að karlmennska sé eitruð

Ung húsmóðir vekur athygli á samfélagsmiðlum – Er á móti femínisma og því að karlmennska sé eitruð