fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021
Fókus

Paris Hilton sakar David Letterman um grimmilega hegðun: „Hann reyndi að niðurlægja mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. mars 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótelerfinginn og athafnakonan Paris Hilton sakar David Letterman, sem er gjarnan kallaður konungur spjallþáttanna, um að hafa vísvitandi reynt að niðurlægja hana í beinni árið 2007.

Paris ræddi um málið við Hunter March frá E! News í hlaðvarpsþættinum This Is Paris.

Paris rifjar upp viðtal sem hún fór í til David Letterman árið 2007 þar sem hann spurði hana ítrekað um fangelsisdvöl hennar. Í maí 2007 var hún dæmd til 45 daga fangelsisvistar fyrir að keyra undir áhrifum. Það vakti heimsathygli á sínum tíma og var Paris mynduð í bak og fyrir á leið í dómsal.

Paris segir að á þessum tíma hafi framleiðendur David Letterman reynt margoft að fá hana í viðtal en hún neitaði því margsinnis því hún vildi ekki ræða um tíma sinn í fangelsi. En stuttu seinna byrjaði hún að auglýsa nýtt ilmvatn og ákvað að fara í þáttinn, með því skilyrði að það yrði ekki rætt um handtökuna.

„Það var bannað, hann átti ekki að ræða um það og við áttum bara að ræða um ilmvatnið og önnur viðskiptaævintýri mín,“ segir Paris.

„Mér fannst eins og þetta væri öruggur staður því ég hafði margoft komið í þáttinn til Letterman. Hann var vanur að grínast í mér en ég hélt að hann myndi standa við orð sín.“

Sem hann gerði ekki. David byrjaði á því að spyrja Paris um hversdagslega hluti áður en hann spurði: „Hvernig fannst þér að vera í fangelsi?“

Paris Hilton og David Letterman árið 2007.

Í miklu uppnámi

Paris rifjar upp þetta augnablik og segir að hann hafi haldið áfram að „þrýsta á mig og þrýsta á mig“ um að ræða um þetta, þrátt fyrir að hann hafi vitað að hún vildi ekki ræða það.

„Mér var byrjað að líða mjög óþægilega og var komin í mikið uppnám. Bara að vera þarna og hann var vísvitandi að niðurlægja mig. Og þegar það kom auglýsingahlé þá sagði ég: Þú lofaðir að þú myndir ekki tala um þetta og það er eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma í þáttinn.“

Paris segir að David hafi lofað því að hætta, en um leið og myndavélarnar byrjuðu að rúlla byrjaði hann aftur. „Þetta var mjög grimmilegt og illgjarnt. Eftir þáttinn horfði ég á hann og sagðist aldrei ætla aftur að koma í þáttinn til hans. Hann fór yfir strikið.“

Eftir viðtalið baðst David afsökunar og sendi henni kassa af vínflöskum.

Nicky Hilton, systir Paris, segir að David hafi ekki endilega gert neitt rangt með því að spyrja hana um fangelsisdvölina, en að það hafi verið „grimmilegt“ að þrýsta svona mikið á hana. „Ég held að þetta myndi ekki gerast í dag,“ segir hún.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Paris Hilton opnaði sig í fyrra um æskuáföll og hræðilega lífsreynslu. Hún var umfjöllunarefni í heimildarmyndinni This Is Paris. Í myndinni sagði hún frá erfiðri reynslu sinni úr heimavistarskóla og hvernig hún var þar beitt ofbeldi af starfsmönnum yfir ellefu mánaða skeið.

Sjá einnig: Hræðileg lífsreynsla Paris Hilton opinberuð – „Mér leið eins og fanga“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrirsætan á auðvelt með að fá fullnægingar – Þetta er leyndarmálið

Fyrirsætan á auðvelt með að fá fullnægingar – Þetta er leyndarmálið
Fókus
Fyrir 4 dögum

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega