fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 21:30

Hilaria Baldwin ásamt eiginmanni sínum, Alec Baldwin og tveimur börnum þeirra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alec og Hilaria Baldwin tilkynntu í gær á Instagram-síðu Hilariu að þau hefðu eignast sitt sjötta barn saman. Þetta kom mörgum á óvart þar sem fimmta barn þeirra hjóna fæddist í september á síðasta ári. Því eru aðeins tæpir sex mánuðir á milli barna.

Aðdáendur fóru beint í athugasemdirnar að velta því fyrir sér hvernig það gæti verið að þau hafi eignast tvö börn með svona stuttu millibili og var Alec með einfalt svar fyrir þá: „Haldiði kjafti og skiptið ykkur ekki að“. Flestir telja þau hafa notast við staðgöngumóður en aðrir segja barnið hafa orðið til við framhjáhald Alec.

25 ára aldursmunur er á hjónunum en þau giftu sig árið 2012. Alec er 62 ára en Hilaria aðeins 37 ára. Hún hefur áður verið á milli tannana á fólki en hún var sögð ljúga um spænskan uppruna sinn. Hún sagðist hafa alist upp á Spáni en ólst í raun og veru upp í Boston í Bandaríkjunum. Til að mynda breytti hún nafni sínu úr Hillary í Hilaria árið 2011.

Þegar upp komst um málið sagði hún að hún hefði átt að vera skýrari þegar hún sagðist hafa alist upp á Spáni. Hún meinti að heimilishaldið hefði verið blanda af bandarískri og spænskri menningu og því upplifði hún það eins og hún væri á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“