fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Sagði honum að velja á milli sín og Kourtney Kardashian

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. mars 2021 08:20

Kourtney Kardashian, Scott Disick og Sofia Richie. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom út fyrsti þátturinn í lokaseríunni af Keeping Up With The Kardashians. Það gerðist ýmislegt í þættinum en það sem hefur vakið mesta athygli var þegar Scott Disick sagði frá því að Sofia Richie, þáverandi kærasta hans, hafi gefið honum úrslitakost á milli sín og Kourtney Kardashian.

Scott og Kourtney eru fyrrverandi hjón og eiga saman þrjú börn. Þau fara með sameiginlega forsjá barnanna og verja miklum tíma saman sem fjölskylda.

Eins og aðdáendur KUWTK vita þá hættu Scott og Sofia saman eftir þriggja ára samband í maí 2020. En stuttu eftir sambandsslitin sást til þeirra saman. Í þættinum segir Scott að þau hafi ákveðið að taka saman aftur eftir að Sofia útskýrði fyrir honum hvað hún þurfti frá honum og úr sambandi þeirra.

„Hún kom til mín og útskýrði fyrir mér allt það sem gerir hana óörugga í sambandinu okkar og af hverju það var erfitt fyrir hana að vera í því,“ sagði Scott við Khloé Kardashian.

„Og mér finnst eins og hún vill vera miðpunktur athyglinnar. Og hún segir: „Í þínu lífi er ég síðasta manneskjan sem fær athygli.“

Khloé hrósaði Sofiu fyrir hreinskilni sína og tók Scott undir með henni. „Hún var mjög þroskuð varðandi þetta og spurði hvort við gætum leyst úr þessu þannig að henni myndi líða vel,“ sagði hann.

Parið ákvað að taka saman aftur og var Scott ákveðinn að „láta sambandið ganga og láta henni líða eins og hún væri fremst í forgangsröðinni.“ En því miður gekk það ekki, þau sögðu skilið við hvort annað í ágúst 2020. Rúmlega mánuði eftir að þau ákváðu að reyna á ný.

„Mér finnst eins og hana hafi langað að „ýta“ Kourtney út. Og ég sagði henni að það væri það mikilvægasta í mínu lífi, börnin mín og fjölskylda mín, eina fjölskyldan sem ég á, þar á meðal þið,“ sagði Scott við Khloé.

Hann sagði að Sofia vildi ekki deila honum „sem kærasta með Kourtney.“ Sofia endaði með að gefa Scott úrslitakost. „Hún bókstaflega sagði að ég þyrfti að velja, hana eða Kourtney.“

Scott neitaði að útiloka Kourtney og gekk ekki samband hans og Sofiu upp. „Ég mun aldrei gefa upp samband mitt við Kourtney,“ sagði hann.

Í myndbandinu hér að neðan er tekið saman það helsta sem gerðist í þættinum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“