fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Fékk nóg af aðgerðarleysi eiginmannsins og fór í verkfall

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. mars 2021 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk móðir fékk nóg af aðgerðarleysi eiginmannsins á heimilinu og fór í verkfall. Hún leyfði netverjum á Twitter að fylgjast með gangi mála og deildi bráðfyndnum uppfærslum frá verkfallinu.

„Ég ákvað að hætta að vaska upp fyrir tveimur dögum. Ég elda alla daga og er þreytt á því að ganga alltaf frá eftir matinn,“ skrifar hún á Twitter.

„Síðan þá hefur þessi hrúga myndast og á einhverjum tímapunkti munu allar skeiðar, diskar og bollar klárast. Hver mun blikka fyrst? Ekki ég.“

Á þriðja degi var fjölskylda hennar ekki enn farin að gefa eftir og þrífa. Fjölskyldan kláraði „síðustu stóru skálarnar og skeiðarnar eru búnar.“

„Ég heyri í þeim hugsa. Nei fjölskylda, ég mun ekki setja í uppþvottavélina í dag.“

Ekki nóg með að hafa farið í verkfall í eldhúsinu þá hætti hún einnig að þvo þvott.

Það kom loksins að því. Eiginmaðurinn setti loksins í uppþvottavélina.

En hún fagnaði of snemma. Maðurinn skildi eftir vaskinn fullan af alls konar drasli og kveikti ekki á uppþvottavélinni. En sem betur fer endaði hann á því að kveikja á vélinni og þrífa heimilið. Hún kom því úr verkfalli sigri hrósandi.

Fjölmargar mæður hrósuðu henni fyrir sniðuga lausn við algengu vandamáli. Þær sögðust margar ætla að gera þetta þar sem hjálpina er oft erfitt að finna á heimili þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“