fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fókus

Chrissy Teigen svarar þeim sem sögðu berbrjósta myndina með syninum „furðulega“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. mars 2021 10:00

Chrissy Teigen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Chrissy Teigen er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að svara fyrir sig. Sérstaklega þegar kemur að hæfileikum hennar sem móður.

Á dögunum deildi Chrissy mynd þar sem tveggja ára sonur hennar, Miles, truflaði myndatöku. Chrissy er ber að ofan og heldur fyrir brjóstin. „Vinsamlegast færðu þig, mamma er að reyna að vera „thirsty“,“ skrifar hún í gríni með myndinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen)

Fjölmargir hrósuðu myndinni og sögðu hana vera lifandi dæmi um móðurhlutverkið. En ekki voru allir hrifnir af myndinni og sögðu hana vera „furðulega“ og „óviðeigandi.“

„Þetta er furðulegasta mynd sem ég hef séð á ævi minni,“ sagði einn netverji.

„Afsakaðu, ég elska þig en þetta er óviðeigandi,“ sagði annar.

Chrissy svaraði fyrir sig á léttu nótunum. „Allir sem eru reiðir geta svarað mér hér svo ég geti blokkað ykkur öll á sama stað,“ og „bíðið þar til þau frétta að við förum í bað saman.“

Aðdáendur stjörnunnar komu henni til varnar og hrósuðu henni fyrir að kenna börnunum sínum að líða vel í eigin líkama.

„Mamma að kenna börnunum sínum að vera stolt af líkama sínum, ég lít á það sem gott uppeldi,“ sagði einn netverji.

„Þeim sem finnst þetta skrýtið þurfa að líta inn á við,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Í gær

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk