fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Fékk enga vinnu og byrjaði að taka djarfar myndir með móður sinni – Græða á tá og fingri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. mars 2021 13:30

Mæðgurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessie Ro Richardson er 53 ára einstæð móðir. Hún hefur unnið í klámbransanum í þrettán ár og heldur úti OnlyFans-síðu.

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni  til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og beðið um myndefni gegn gjaldi.

Jessie á 21 árs gamla dóttur, Achante. Þegar Achante átti erfitt með að finna vinnu hvatti Jessie hana til að byrja að framleiða klámfengið efni á netinu með sér.

Í samtali við tímaritið Closer segir Jessie að Achante hafi verið „mjög spennt“ þegar hún stakk upp á að þær yrðu að öflugu tvíeyki á OnlyFans. Mæðgurnar græða allt að 350 þúsund krónur á viku fyrir nokkurra klukkustunda vinnu.

Þær segja að kærastar þeirra „styðja okkur heilshugar“ og einnig vinir þeirra og fjölskylda. Þær halda því fram að þær hafi aldrei fengið neikvæð viðbrögð við samstarfinu.

Achante viðurkennir að hún hafi verið taugaóstyrk til að byrja með en með hjálp móður sinnar jókst sjálfstraust hennar. Hún segir móður sína hafa kennt henni að afklæðast á tælandi máta og hvernig hún ætti að sýna bestu eiginleika sína.“

„Fólki finnst þetta kannski skrýtið en við höfum alltaf verið mjög nánar. Og hún er mamma mín, af hverju ætti mér að finnast það óeðliegt að hún sjái mig bera?“ Sagði Achante við Closer.

„Mamma benti á að ég væri hvort eð er alltaf að taka sjálfsmyndir af mér í klæðalitlum fatnaði svo ég gæti þess vegan alveg eins grætt eitthvað á því. Og hún hafði rétt fyrir sér! Ég elska þetta.“

Achante útskrifaðist úr háskóla með gráðu í grafískri hönnun fyrir þremur árum. Hún segist hafa sótt um „mörg hundruð“ störf án árangurs. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á varð atvinnuleitin enn erfiðari. Þegar hún deildi raunum sínum með móður sinni, kom móðir hennar með þá uppástungu að týndu af sér spjarirnar fyrir framan myndavél og selja svo myndefnið á OnlyFans.

Mæðgurnar hafa sett sér nokkrar reglur, eða mörk sem þær ganga ekki yfir.  Til að mynda snerta þær ekki hvor aðra og þvertaka fyrir að kyssast þrátt fyrir að aðdáendur biðji þær um það.

„Ég sé móður mína í alls konar stellingum, en ég þarf ekki að sjá allt,“ segir Achante og bætir við að hún sé stolt af móður sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Í gær

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“