fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fókus

Dóttir alræmds glaumgosa leysir frá skjóðunni – Fjórar konur á hverri nóttu og klikkuð partý

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. mars 2021 21:30

Lucciana hefur vægast sagt átt óhefðbundna æsku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucciana Benyon, 19 ára, er dóttir hins alræmda glaumgosa og milljónamærings Travers Benyon, betur þekktur sem „Nammi-maðurinn“ eða „The Candyman.“

Það er óhætt að segja að Lucciana sé vön óhefðbundnum lífsstíl. Hún hefur nú leyst frá skjóðunni og lýst því hvernig æska hennar var með pabba sínum og mörgu kærustum hans í höllinni þeirra í Ástralíu.

Travers er metinn á 21,5 milljarða og er gjarnan sagður vera svar Ástralíu við hinum viðfrægðu bandarísku glaumgosunum, Hugh Hefner og Dan Bilzerian.

Travers er hvað þekktastur fyrir fjölsambönd sín (e. polyamorous relationships) og fyrir að halda veglegar veislur sem kosta margar rúmlega 42 milljónir króna. Í veislunum má finna fjöldann allan af fögrum bikiníklæddum konum og endalaust áfengi.

Lucciana og faðir hennar, Travers.

Mjög gaman

Lucciana segir að sjálf aðhyllist  hún ekki fjölástir en það hafi „verið mjög gaman“ að alast upp í kringum svona margar konur.

„Hann er með nokkrum mismunandi konum í einu og þau eru öll saman. En ég persónulega gæti aldrei gert það,“ segir hún í samtali við Mirror.

„Þetta er ekki eins furðulegt og fólk kannski heldur. Ég er í góðu sambandi við allar konurnar sem eiga heima í húsinu. Það eina sem skiptir mig máli er að sjá pabba minn hamingjusaman, mér er sama hvað hann gerir.“

Faðir hennar er þekktur glaumgosi.

Þrátt fyrir að vera giftur og eiga fjögur börn segist faðir hennar sofa hjá fjórum konum á hverju kvöldi. Í viðtali við Ocean Road Magazine sagði hann: „Það eru að meðaltali fjórar konur í rúminu mínu. Ég fæ oft ekki nægan svefn.“

Travers heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hann deilir hversdagslegum myndum sem og myndum af konunum í lífi sínu.

Strangur pabbi

Þó faðir hennar lifi villtu og trylltu lífi þá gildir ekki það sama fyrir dóttur hans, allavega ekki á meðan hún bjó hjá honum.

Lucciana segir föður sinn strangan og var hún eitt sinn sett í straff fyrir að laumast út án leyfis.

Lucciana fær að mæta í veislur föður síns.

Svakalegar veislur

Veislurnar hans eru sagðar vera  goðsagnakenndar. 1200 gestir eru valdir úr hópi 12 þúsund umsækjenda. Gestur sem sótti eitt sinn veislu hjá Travers að það hefðu verið fjöldinn allur af matarbílum og „VIP lostaherbergið“ hafi tæknilega verið herbergi með nær nöktum stúlkum að sveifla sér á súlum.

Lucciana segir að hún hafi verið tíður gestur í þessum veislum á meðan hún var að vaxa úr grasi. Þegar hún var yngri fékk hún þó aðeins að vera viðstödd í nokkra tíma en með aldrinum fékk hún að vera lengur. Lucciana segir að lífsstíll föður hennar hafi gert hana að víðsýnum fullorðnum einstakling.

Taesha er daman lengst til vinstri.

Giftur

Travers, eða „Nammi-maðurinn“ eins og hann kallar sig, er giftur Taeshu, sem er sátt við þá staðreynd að eiginmaður hennar sefur hjá öðrum konum. „Hann á margar kærustur, en bara eina eiginkonu,“ segir hún.

„Það hafa alltaf verið aðrar stelpur. Stundum búa þær hérna í nokkrar vikur og fara svo eitthvert annað.“

Lucciana er fyrirsæta.

Fyrirsæta

Lucciana komst nýlega á samning hjá umboðsskrifstofunni Elite Model Management. Þrátt fyrir það, og auðæfi föður hennar, byrjaði hún að vinna hjá McDonalds fyrir stuttu.

Lucciana segist þakklát föður sínum fyrir að hafa ekki gefið henni allt sem hún vildi og fyrir að hafa kennt sér virði peninga. Hún býr nú í London og starfar þar sem fyrirsæta. Hún vonast til þess að feta í fótspor föður síns, sem var alþjóðleg fyrirsæta í tvo áratugi, og móður sinnar, sem var Ungfrú heimur árið 1991.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Fókus
Í gær

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“

„Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað“
Fókus
Í gær

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu

Heldur endurtekið framhjá kærastanum sínum til sex ára – Segir að þetta sé ástæðan fyrir framhjáhaldinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“

Hreini piparsveinninn kemur út úr skápnum – „Ég hef hatað sjálfan mig í langan tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?

Svör Íslendinga við kynlífsspurningum – Hefur þú kúkað í „anal“ og eru munnmök ómissandi hluti af kynlífi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær

5 algengar typpastærðir og hvernig á að nota þær
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni

Segist hafa verið neydd til að taka þátt í nektarmyndatökunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum

Sjáðu hvernig Anna fór að því að missa 16 kíló á 90 dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“

„Ég man eftir senum þar sem hann lá í jörðinni og fólk gekk bara yfir hann og hló“