fbpx
Miðvikudagur 03.mars 2021
Fókus

Gengur í svefni og myndböndin eru stórkostleg – Mögulega það fyndnasta á netinu í dag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Celina Meyers er hönnuður rithöfundur og stofnaði snyrtivörufyrirtækið Beauty X Boo. En hún er einnig TikTok-stjarna, vinsælust fyrir ævintýrin sem hún upplifir þegar hún gengur í svefni.

Celina hefur gengið í svefni síðan hún var barn, bróðir hennar og móðir gera það einnig. Hún deildi fyrst myndbandi af sér ganga í svefni í desember síðastliðnum. Myndbandið sló í gegn og síðan þá hefur hún verið dugleg að deila myndböndum.

Celina er með myndavélar bæði fyrir utan heimili sitt og inn í stofu, þar sem hún á til að vera sem mest þegar hún gengur í svefni.

@celinaspookyboo♬ original sound – Celinaspookyboo

Stress eykur líkurnar á að hún gangi í svefni, en einnig skiptir hér máli hvað hún borðar.

„Ef ég borða ost eða súkkulaði áður en ég fer að sofa þá laðar  það fram svefngöngu,“ segir hún í myndbandi á TikTok. „Ég forðast að borða þessi matvæli áður en ég fer að sofa, þannig að þetta er venjulega ekki mikið vandamál, nema ég sé mjög stressuð. Vegna þess að [fyrsta myndbandið] vakti svona mikla lukku, og ég sjálf hef gaman að þessu, þá stilltum við upp myndavélum inni til að ná fleiri myndböndum.“

Þetta myndband er stórkostlegt. Hún prumpar en reynir að kenna einhverjum öðrum um.

@celinaspookyboo♬ original sound – Celinaspookyboo

Eins og fyrr segir hafa myndböndin slegið rækilega í gegn hjá netverjum og eru þeir flestir sammála um að þetta sé mögulega það fyndnasta á netinu í dag.

Horfðu á nokkur myndbönd hér að neðan, þú getur einnig séð fleiri hér.

@celinaspookybooI remember dreaming about a pool party♬ original sound – Celinaspookyboo

@celinaspookyboo♬ original sound – Celinaspookyboo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Hundelti kattamorðinginn

Sakamál – Hundelti kattamorðinginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Algjörar andstæður en smellpassa saman á einhvern ótrúlegan hátt“

„Algjörar andstæður en smellpassa saman á einhvern ótrúlegan hátt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýja kynlífstískan sem ætti að vera ólögleg – „Ljósin voru slökkt, en ég vissi strax að það var enginn smokkur“

Nýja kynlífstískan sem ætti að vera ólögleg – „Ljósin voru slökkt, en ég vissi strax að það var enginn smokkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Einhver úr fortíðinni lætur sjá sig

Stjörnuspá vikunnar – Einhver úr fortíðinni lætur sjá sig