fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Stjörnur sem þú vissir (líklega) ekki að eru skyldar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir telja að hæfileikar séu meðfæddir og gangi mögulega í erfðir. Hvort sem það er satt eða ekki þá kemur það fyrir að fleiri en einn í hverri fjölskyldu slær í gegn. Þar sem eftirfarandi stjörnur hafa slegið í gegn á sínum eigin forsendum þá vita ekki allir um fjölskyldutengsl þeirra.

MÆÐGUR OG STJÓRSTJÖRNUR

Leikkonan Goldie Hawn hefur leikið í fjölda mynda á borð við Private Benjamin, Overboard og Death Becomes Her. Gullárin hennar voru frá um 1970 til 2000. En þá gat dóttir hennar tekið við keflinu. Dóttir Goldie er engin önnur en Kate Hudson sem sló í gegn árið 2000 í kvikmyndinni Almost Famous og hefur leikið í hverri stórmyndinni á eftir annari. Til dæmis í hinni sívinsælu gamanmynd How to Lose a Guy in 10 Days.

LEIKARAFEÐGAR

Fyrrverandi íþróttamaðurinn John David Washington fékk Golden Globe verðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni BlacKkKlansman sem kom út árið 2018. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er enginn annar en Denzel Washington sem hefur í þrígang fengið hin eftirsóknarverðu Golden Globe verðlaun og var í fyrra valinn einn af bestu leikurum 21. aldarinnar af fjölmiðlinum virta The New York Times.

Mynd/Getty

JONAH HILL OG BEANIE FELDSTEIN

Johan Hill sló í gegn eftir að hann lék í unglingagrínmyndinni Superbad árið 2007. Systir hans, Beanie Feldstein, er ekki eins þekkt en vakti mikla athygli fyrir hlutverk sitt í verðlaunakvikmyndinni Lady Bird sem kom út tíu árum á eftir Superbad.

Mynd/Getty

ÞRJÁR KYNSLÓÐIR AF LEIKKONUM

Debbie Reynolds, heitin var hvað þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum klassísku Singin‘ in the Rain og The Unsinkable Molly Brown, en hún var tilnefnd til óskarsverðlaunanna fyrir aðahlutverkið í þeirri síðarnefndu. Dóttir hennar Carrie Fisher þekkja flestir sem prinsessu Leiu í Star Wars myndunum. Billie Lourd fer með hlutverk í nýju Star Wars trílógíunni en hún er dóttir Carrie og barnabarn Debbie. Það eru því þrjár kynslóðir af leikkonum í þeirri fjölskyldu.

Mynd/Getty

FRÆKNAR FRÆNKUR

Leikkonan Julia Roberts er hvað þekktust fyrir leik sinn í gífurlega vinsælum rómantískum gamanmyndum á borð við Pretty Woman, Notting Hill og Runaway Bride. Bróðurdóttir hennar virðist hafa fengið leikaragenið en Emma Roberts er þekkt fyrir leik sinn í gamanmyndunm Wild Child, We are the Millers og hryllingsþáttaröðinni American Horror Story.

Mynd/Getty

SÖNGVARINN OG LEIKKONAN

Leikkonan Lily Collins hefur heldur betur gert garðinn frægan undanfarin ár, nú síðast í þáttunum Emily in Paris sem voru nýlega sýndir á Netflix. Faðir hennar er enginn annar en goðsagnakenndi söngvarinn Phil Collins sem á slagara á borð við In the Air Tonight og Against all odds. Feðginin hafa öðlast frægð á sitt hvoru sviðinu og ekki margir átta sig á tengslum þeirra þrátt fyrir að þau deili eftirnafni.

Mynd/Getty

GRÍNISTINN OG TÓNLISTARKONAN

Tónlistarkonan Elle King hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og meðal annars verið á tónleikaferðalagi með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men. Hún er dóttir grínleikarans Rob Schneiders sem er þekktur fyrir kjánalegar grínmyndir á borð við Deuce Bigalow: Male Gigolo, The Animal og The Hot Chick.

Mynd/Getty

RAPPARA-FJÖLSKYLDAN

Snoop Dogg er einn þekktasti rappari heims með stóra slagara á bakinu á borð við „Gin&Juice“ og „California Gurls“. Hann er þó ekki sá eini í fjölskyldunni sem hefur slegið í gegn. Söng- og rappkonan Brandy er frænka Snoops en Brandy gerði garðinn frægan um aldamótin með lögum á borð við „The Boys Is Mine“ og „What About Us?“. Þess má einnig geta að bróðir Brandy, Ray J, er einnig þekktur tónlistarmaður.

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi
Fókus
Fyrir 3 dögum

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“