fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

„Algjörar andstæður en smellpassa saman á einhvern ótrúlegan hátt“

Fókus
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 20:45

Nadía Sif og Adam. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Nadía Sif Líndal og Adam Freyr Aðalsteinsson eru nýjasta parið í bænum. Nadía Sif varð landsmönnum kunn eftir heimsfræga hótelheimsókn til breskra landsliðsmanna á Hótel Sögu.

DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.

Nadía Sif er Krabbi og Adam Freyr er Steingeit. Þessi merki eru algjörar andstæður en geta á einhvern ótrúlegan hátt smellpassað saman.

Steingeitin er stjörnumerki sem þekkir aðeins eina leið; upp. Steingeitin setur sér markmið og trúir því að með því að gefa sér tíma og leggja vinnu í eitthvað þá sé enginn draumur of stór. En Steingeitin er varkár í kringum skapsveiflur Krabbans. Það er vegna þess að Steingeitin mun ekki leggja vinnu né tíma í eitthvað sem er of óútreiknanlegt.

Krabbinn er tilfinningaríkur og þegar hann elskar, þá elskar hann sárt. En hann er einnig metnaðargjarn eins og Steingeitin.

Ástæðan fyrir því að pörun þessara merkja er góð, þegar allt bendir í hina áttina, er að ólíkir eiginleikar þeirra gera þau að sterkri heild.

Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir

Krabbi

8. júlí 2000

 • Traust
 • Uppátækjasöm
 • Hlý
 • Tilfinninganæm
 • Skapstór
 • Óörugg

Adam Freyr Aðalsteinsson

Steingeit

2. janúar 2001

 • Ábyrgur
 • Agaður
 • Góður stjórnandi
 • Skynsamur
 • Besservisser
 • Býst við hinu versta
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“