fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Trausti varð fyrir miklum vonbrigðum með ferð sína til Akureyrar – „Hverjum datt í hug að það væri í lagi“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 19:30

Frá Akureyri. mynd/northiceland.is Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef reynt að tileinka mér þá leið í lífinu að vera ávallt hreinskilinn. Áður en lengra er haldið vil ég því fúslega viðurkenna að það hefur tekið á að flytja til Íslands eftir langa búsetu erlendis. Ísland er fallegt og gott land en hér er líka margt sem betur mætti fara. Heimsókn mín til Akureyrar um síðustu helgi undirstrikar það.“

Svona hefst pistill sem Trausti Hafsteinsson, fréttastjóri Mannlífs, skrifar en pistillinn birtist í gær. Í pistlinum talar Trausti um ferð sína til Akureyrar um síðustu helgi en hann varð vægast sagt fyrir vonbrigðum. „Þetta var ekki halló Akureyri, martröð á Akureyri er kannski of fast að orði kveðið en svekkelsi á Akureyri rammar helgina með ástinni inn,“ segir hann.

Trausti gerði ráð fyrir því að löng helgi til Akureyrar myndi kosta pening en hann bjóst á móti við góðri þjónustu. „Því miður gekk það ekki eftir í ferð minni að þessu sinni,“ segir hann og nefnir svo dæmi.

Vandræðin héldu áfram í sundlauginni

Fyrsta dæmið varðar skíðasvæðið en ein af ástæðum fyrir ferð Trausta og eiginkonu hans norður var einmitt til að fara á skíði.

„Til þess keyptum við okkur aðgang að skíðasvæði Hlíðarfjalls í þrjá daga þar sem rekstaraðilar höfðu nýfengið heimild til að hleypa 50 prósent af annars leyfilegum hámarksfjölda inn á svæðið. Þrátt fyrir að aðeins helmingur fékk að komast að stóðum við í biðröðum nánast allan daginn,“ segir Trausti en hluti vandans var takmörkuð og í sumum tilfellum engin virkni í skíðalyftum svæðisins. Þetta gerði það að verkum að erfitt var að dreifa fólkinu almennilega um svæðið.

Trausti og eiginkona hans ákváðu að hætta að skíða rétt fyrir klukkan 18 fyrsta daginn. Þeim var orðið kalt eftir að hafa staðið lengi í biðröðum og ákváðu því að gera sér ferð í heitu pottana í sundlauginni til að hlýja sér. Þar héldu vandræðin hins vegar áfram.

„Þangað mættum við kl. 18:28 og borguðum 2.200 krónur fyrir aðgöngu. Við vorum ekki fyrr búin að þrífa okkur og renna okkur ofan í pottinn þegar tilkynnt er í hátalarakerfinu að verið væri að loka lauginni. Hverjum datt í hug að það væri í lagi að selja gestum ofan í laug, á fullu verði, fyrir um það bil 15 mínútna dvöl? Og það án þess að láta vita af því fyrirfram. Hverjum datt síðan í hug að láta sundlaugina loka á sama tíma og skíðasvæðið, á háannatíma skíðavertíðarinnar í bænum?“

„Þá tóku við hinar löngu biðraðir á nýjan leik…“

Trausti segir þá næst frá nestinu sem hann keypti í Nettó á Akureyri. „Þar keyptum við svona fyrirfram útbúnar brauðsamlokur, annars vegar með hangikjötssalati og hins vegar rækjusalati. Þegar upp í fjall var komið kom í ljós að þær fyrrnefndu runnu út fyrir tveimur dögum og þær síðarnefndu fyrir fjórum dögum. Þar með fjaraði út áhugi okkar á að njóta samlokanna með heitu súkkulaðinu,“ segir hann.

Síðasta dæmið er frá þriðja skíðadeginum en þau hjónin mættu þá í fjallið áður en fjallið átti að opna. „Þá var bongó-blíða, besta veðrið allan þann tíma sem við dvöldum fyrir norðan. Þá var hins vegar allt stopp og tilkynnt að svæðið yrði ekki opnað strax því það var hvasst um nóttina og því var ekki hægt að troða brekkurnar. Snemma um morguninn var hins vegar stillt og virkilega fallegt veður,“ segir Trausti en þrátt fyrir góða veðrið var ekki byrjað að troða brekkurnar fyrr en á hádegi.

„Þá beið mikill fjölda iðkenda spenntur eftir að nýta skíðakortin sín og góða veðrið. Aðeins voru opnaðar tvær stuttar diskalyftur til að byrja með fyrir allan þennan fjölda og það var ekki fyrr en sólin var gengin bakvið fjöllin sem stólalyftan var opnuð. Þá tóku við hinar löngu biðraðir á nýjan leik…“

„Strax orðinn kvíðinn fyrir því hvað þá kemur upp á“

Að lokum segist Trausti vona að lesendur fyrirgefi nöldrið. „Það er bara svo auðvelt að veita betri þjónustu með því að hafa hlutina einfaldlega í lagi. Fólk greiðir oft talsverðar upphæðir fyrir veitingar, gistingu og afþreyingu hérlendis og því getur það verið svekkjandi þegar tilfinningin er sú að ekki hafi allt verið reynt til að veita sem best í staðinn,“ segir hann.

„Sjálfur er ég búinn að panta fyrir fjölskylduna á Akureyri um páskana og er strax orðinn kvíðinn fyrir því hvað þá kemur upp á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“