fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Ertu með jarðskjálftariðu? – Prófaðu þessi ráð!

Fókus
Föstudaginn 26. febrúar 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast við sjóriðu – líkamlegan kvilla sem lýsir sér í því að sumir finna fyrir hreyfingu hafsins þrátt fyrir að vera komnir á fast land. Það er einnig hægt að finna fyrir jarðskjálftariðu. Þetta fyrirbæri er einnig kallað jarðskjálftaþynnka, jarðskjálftaveiki eða eftirskjálftasvimi.

 Algengara er að konur finni fyrir þessum kvilla en karlar og sömuleiðis er algengara að einstaklingar sem finna fyrir bílveiki eða sjóveiki finni einnig fyrir jarðskjálftaþynnkunni.

Riðan lýsir sér með því að fólk finnur fyrir jarðskjálfta án þess að jörðin skjálfi. Sérfræðingar telja að tvennt geti legið að baki þessu fyrirbæri. Annað hvort er þetta sálrænt eða tengist því að innra eyrað eigi erfitt með að stilla sig af eftir hristinginn.

Jarðskjálftaþynnkan er talin ganga yfir á nokkrum klukkustundum en getur þó varað í nokkra daga. Þeir sem finna fyrir miklum einkennum í lengri tíma ættu að hafa samband við lækni.

Þetta er óþægileg tilfinning, sérstaklega í jarðskjálftahrinum líkt og hefur gengið yfir landið nú í vikunni. Sumir lýsa tilfinningunni sem svo að finna stöðugt fyrir jarðskjálftum, svima og titring í líkamanum – ekki ósvipað titringnum sem margir finna fyrir eftir einum of marga kaffibolla.

Það eru þó til ráð til að auðvelda riðuna.

Til dæmis þykir gott að einbeita sér að einum punkt í fjarska, leggjast niður, eða fá sér sopa af drykkjum.

Sjóveikispillur gætu einnig komið að gagni.

Eins gæti verið gott að líta upp frá tölvuskjánum, standa upp og hreyfa sig smá jafnvel fá sér ferskt loft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“