fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fókus

Beið í tvö ár með að fá sér húðflúrið – Hefði ekki getað valið verri tíma

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 14:27

Leah Holland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leah Holland vildi fá sér sama tattúið í tvö ár. Hún fékk sér það loksins í mars 2020 en það leið ekki á löngu þar til hún áttaði sig á því að hún hefði ekki getað valið verri tímasetningu. Leah vekur athygli á þessu í myndbandi á TikTok sem hefur slegið rækilega í gegn.

„Vinur minn sagði þetta um mig. Við vorum bara að tala um það sem okkur þætti aðdáunarvert hvort við annað, og hann sagði: „Þú neitar að vera með grímu á hugrakkan og róttækan hátt,“ segir hún í samtali við BuzzFeed.

Með þessu átti vinur hennar við að hún væri þannig týpa að henni finnst tilgangslaust að láta eins og hún sé einhver sem hún er ekki. Leah var mjög hrifin af þessari tilvitnun, svo hrifin að hana langaði að fá sér hana sem tattú.

Mynd/Leah

Hún lét loksins verða að því þann 4. mars 2020. Tveimur dögum seinna tilkynnti Kentucky, þar sem hún býr, um fyrsta Covid-19 smitið.

Við vitum öll hvað gerðist næst og af hverju þetta er ekki beint besta tilvitnunin til að láta húðflúra á sig á þessum tíma. Sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem grímunotkun er mikið hitamál og fólk tekur sterka afstöðu til þess.

„Þegar Covid byrjaði þá hélt ég að við myndum bara öll vera með grímu, ég vissi ekki að það yrði svona róttæk og hávasöm andstaða,“ segir hún.

Leah er alls ekki á móti grímunotkun, heldur hvetur fólk til að nota grímur og hefur því áhyggjur að fólk heldur að hún sé ein af „anti-maskers“ eins og þau eru kölluð í Bandaríkjunum.

„Ég var í peysu í allt sumar svo fólk myndi ekki misskilja tattúið. Ég var miður mín,“ segir hún.

@wakaflockafloccar#stitch with @hannanicbic I could NOT have had worse timing. #fyp #foryoupage #tattoo #worsttattoo #winner P.S. I’m not anti-mask I promise 🤦🏻‍♀️♬ original sound – wakaflockafloccare

Myndbandið hefur slegið í gegn meðal netverja. Leah segist geta hlegið að þessu núna og verður þetta góð saga til að segja í veislum, þegar það má loksins halda veislur aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust

Allt á hvolfi ! Öfugu bikiníin gera allt vitlaust
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sandalasokkarnir hans Brynjars Níelssonar úthrópaðir

Sandalasokkarnir hans Brynjars Níelssonar úthrópaðir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá

Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýja kynlífs-kenningin sem tröllríður TikTok – „Þetta var bilað!“

Nýja kynlífs-kenningin sem tröllríður TikTok – „Þetta var bilað!“