Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Sjáðu auglýsinguna sem var bönnuð á Facebook – „Ég elska þessa auglýsingu“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 15:19

Skjáskot úr auglýsingunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing úr auglýsingaherferð fyrirtækisins Tommee Tippee hefur verið bönnuð á Facebook. Ástæðan fyrir banninu er nekt í auglýsingunni. News.com.au greinir frá.

Tommee Tippee framleiðir ýmsar vörur til að hjálpa foreldrum með brjóstagjöf. Fyrirtækið selur til dæmis pela, brjóstapumpur og fleiri vörur sem hjálpa í ferlinu.

Í nýju auglýsingaherferðinni er markmiðið að normalísera brjóstagjöf, sama hvaða aðferð er notuð. Fyrirtækið segir auglýsingaherferðina eiga að opna samræður um það hvenær, hvernig, og hvar börnum er gefið brjóst.

Hugmyndin að auglýsingunni kom í kjölfar rannsóknar sem fyrirtækið gerði. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að 93% mæðra finnst að ekki sé tekið mark á tilfinningalegum, andlegum og líkamlegum erfiðleikum við brjóstagjöf í samfélaginu.

Auglýsingin úr herferðinni sem um ræðir sýnir konur að gefa börnum sínum brjóst. Í Ástralíu var auglýsingin upphaflega bönnuð fyrir yngri en 15 ára en sú ákvörðun var endurskoðuð. Að lokum var auglýsingin sögð vera við hæfi allra en að hún höfði meira til eldri hópa.

Facebook bannaði auglýsinguna sökum nektar en í upphaflegu auglýsingunni má sjá geirvörtur og brjóst. Facebook bannaði þó endurklippta auglýsingu þar sem búið var að klippa út allar geirvörtur þrátt fyrir að það sé yfirleitt kornið sem fyllir mælinn hjá samfélagsmiðlinum. Eina auglýsingin sem samþykkt var af Facebook var 15 sekúndu löng auglýsing þar sem vörurnar voru í aðalhlutverki.

Ein frægasta ljósmóðir Ástralíu, Cath Curtin, er ekki ánægð með bannið. Hún segir auglýsinguna sýna raunveruleika kvenna. „Það   vita allir að þegar konur verða mæður þá er brjóstagjöf ólík fyrir allar konur og brjóst koma í öllum stærðum og gerðum,“ sagði Cath.

„Ég elska þessa auglýsingu. Brjóst og geirvörtur er partur af því að vera kona… það er upplífgandi og sýnir raunverulegt sjónarhorn kvenna og reynslu þeirra þegar kemur að brjóstagjöf.“

Auglýsinguna sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að tvöföldu lífi eiginmannsins á lygilegan hátt

Komst að tvöföldu lífi eiginmannsins á lygilegan hátt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol

Jennifer Lopez gerir allt vitlaust í svakalegum sundbol
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn handviss um að hún sé að ljúga þrátt fyrir lygamælipróf

Eiginmaðurinn handviss um að hún sé að ljúga þrátt fyrir lygamælipróf