fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
Fókus

Stjörnupör sem hafa staðist tímans tönn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 23:00

Kevin og Kyra. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki sjálfgefið að sambönd séu langlíf, hvað þá í litríkum heimi Hollywood. Það hefur þó nokkrum pörum tekist hið ótrúlega og staðist tímans tönn.

Mynd/Getty

Tom Hanks og Rita Wilson

Tom og Rita kynntust árið 1981 við tökur á þættinum Bosom Buddies. Á þeim tíma var Tom giftur en gat ekki neitað neistanum sem hann fann á milli sín og Ritu. „Ég spurði hvort þetta væri líka raunverulegt fyrir hana og við gátum bara ekki neitað því,“ sagði Tom í viðtali við Good Housekeeping um byrjun sambands hans og Ritu. Það liðu þó nokkur ár þar til þau byrjuðu saman. Fjórum árum eftir að þau kynntust fyrst, árið 1985, léku þau saman í myndinni Volunteers. Þau byrjuðu í kjölfarið saman og opinberuðu samband sitt árið 1986. Þau giftust árið 1987 og eignuðust tvö börn saman. Tom á tvö börn úr fyrra sambandi.

Goldie Hawn og Kurt Russell. Mynd/Getty

Goldie Hawn og Kurt Russell

Leikararnir kynntust við tökur á kvikmyndinni The One and Only, Genuine, Original Family Band árið 1966, en það liðu sautján ár þar til þau byrjuðu saman. Þegar þau kynntust var Goldie Hawn 21 árs og Kurt Russell 16 ára. En biðin var þess virði. Þau hafa verið saman í 37 ár og enn ógift.

Goldie Hawn og Kurt Russell. Mynd/Getty

„Fyrir fólk eins og okkur þá var hjónabandsvottorð ekki að fara að gera neitt fyrir okkur,“ sagði Russell við People, um ástæðuna fyrir því að þau væru ekki gift.

Oprah og Stedman. Mynd/Getty

Oprah Winfrey og Stedman Graham

Í meira en 30 ár hafa Oprah Winfrey og Stedman Graham verið eitt af uppáhaldsstjörnupörum Hollywood. Með ótrúlegum hætti hefur þeim tekist að halda sambandi sínu ágætlega leynilegu. Þau kynntust á góðgerðarviðburði árið 1986. Stedman fór á skeljarnar árið 1992 en þau giftust aldrei. Oprah sagði í viðtali við Vogue að ef hún og Stedman hefðu gifst, þá væru þau ekki lengur saman.

Kevin og Kyra. Myndir/Getty

Kevin Bacon og Kyra Sedgwick

Leikarahjónin hafa verið saman síðan árið 1988, til að byrja með hafði Kyra engan áhuga. „Hann var alls ekki mín týpa. Ég man eftir því að hafa horft á rassinn á honum þegar hann gekk í burtu og hugsað: Jæja, sumum stelpum finnst þetta aðlaðandi,“ sagði Kyra í viðtali við Redbook um fyrsta samstarf hennar og Kevins við kvikmyndina Lemon Sky. En Kevin tókst að heilla hana upp úr skónum og þau giftust seinna sama ár.

Denzel og Pauletta. Mynd/Getty

Denzel Washington og Pauletta Pearson

Hjónin hafa verið saman í rúmlega fjóra áratugi og gift í 36 ár. Þau kynntust fyrst við tökur á sjónvarpsþættinum Wilma árið 1977. Fljótlega eftir tökur byrjaði rómantíkin að blómstra og eftir sex ára samband gengu þau í það heilaga. Þau endurnýjuðu heitin sín árið 1995 og eiga saman fjögur börn.

Tim McGraw og Faith Hill. Mynd/Getty

Tim McGraw og Faith Hill

Kántrístjörnuparið kynntist á tónleikaferðalagi árið 1996 og gekk í það heilaga sama ár. Nú 25 árum seinna eiga þau þrjár dætur saman og eru enn að semja tónlist saman.

Elton John og David Furnish.

Elton John og David Furnish

Stórsöngvarinn sagði að þetta hefði verið ást við fyrstu sýn. Hann kynntist eiginmanni sínum, David Furnish, árið 1993. „Ég heillaðist strax af honum. Hann var vel klæddur, mjög feiminn. Við borðuðum saman næsta kvöld og urðum mjög fljótlega ástfangnir,“ sagði Elton í viðtali við Parade.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands

Skemmtilegustu bílnúmer Íslands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag

Auðunn og Rakel eignuðust sitt annað barn í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Binna Löve byrjuðu að berast nektarmyndir eftir frétt um hann

Binna Löve byrjuðu að berast nektarmyndir eftir frétt um hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“