Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Fókus

Björn Ingi setur prjónahópa í uppnám

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 14:28

Peysan fallega sem Björn Ingi klæddist

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, var einn viðmælenda Egils Helgasonar í Silfrinu í morgun. Þar voru fréttir vikunnar ræddar, þar á meðal óhugnanlega morðið í Rauðagerði. Það vakti þó mikla athygli prjónahópa hversu falleg peysan væri sem Björn Ingi klæddist. Í Facebook-hóp einum var birt færsla þar sem spurt var hvaðan mynstrið á peysunni væri.

„Mikið svakalega er falleg peysan sem Björn Ingi er í í Silfrinu núna – veit einhver hvað mynstrið heitir og hvar maður finnur það?“ segir færslan og svara nokkrir að þeir séu sammála um fegurð peysunnar. Einn meðlimur hópsins fór skrefinu lengra og sagði peysuna næstum jafn fallega og Björn sjálfur.

DV hafði samband við Björn Inga og spurði hann út í þessa fallegu peysu.

„Ég hef alltaf verið mikið fyrir rúllukragapeysur, það er eiginlega uppáhald hjá mér, og ég var svo lánsamur að fá þessa peysu að gjöf sem sameinar það að vera falleg og þjóðleg lopapeysa og með rúllukraga,“ segir Björn Ingi í sambandi við blaðamann. Peysan átti fyrst um sinn að vera notuð á upplýsingafundum Almannavarna og hefur Björn Ingi stundum mætt á fundina í henni.

Peysan hefur áður vakið athygli í prjónahópum að sögn Björns en aldrei jafn mikla og eftir Silfrið í dag.

„Mér er sagt að þetta mynstur sé útgáfa af peysu sem heitir Riddari og birtist í einhverju lopablaðinu en ég hef annars ekki vit á prjónaskap,“ segir Björn en peysan er virkilega falleg og með góða litasamsetningu eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Björn Ingi vekur athygli fyrir fötin sín en hann mætti á upplýsingafund Almannavarna með grímu sem á stóð „Björn Ingi heiti ég frá Viljanum“ en þeir sem hafa fylgst með téðum upplýsingafundum ættu að hafa heyrt þessa setningu ansi oft frá Birni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vildi fremja sjálfsmorð eftir kynlífið með honum

Vildi fremja sjálfsmorð eftir kynlífið með honum
Fókus
Í gær

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu auglýsinguna sem var bönnuð á Facebook – „Ég elska þessa auglýsingu“

Sjáðu auglýsinguna sem var bönnuð á Facebook – „Ég elska þessa auglýsingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleyp móðir fær ljót skilaboð frá öðrum konum – „Það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig“

Einhleyp móðir fær ljót skilaboð frá öðrum konum – „Það er ekki mér að kenna að þeir horfa á mig“