fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Fókus

Sænska ríkisútvarpið fjallar um heimildamyndina um Hatara

Fókus
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 16:00

Hatarahópurinn sem fór til Tel Aviv.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttafyrirsögn sænska ríkisútvarpsins í dag segir „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst „þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktívisma listamanna.

Tilefnið er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegunar á Norðulöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020.

A Song Called Hate  var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til „Free Spirit“ verðlaunanna. Um þessar mundir er myndin í sýningu  á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu.

Frá heimsókninni til Hebron

Hatari

Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir hönd Íslands.

Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann.

Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu.

A Song Called Hate spyr spurninga um tilgang listarinnar í þessu samhengi. Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin?

Anna Hildur. Aðsend mynd.

A Song Called Hate er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV.

Baldvin Vernharðsson sem hefur leikstýrt og tekið upp mikið af myndböndum Hatara var kvikmyndatökustjóri. Aðgangur að hópnum var því einstakur. Myndin varpar þannig ljósi á við flókið og erfitt viðfangsefni listamannanna bæði á sviði og í vegferðinni sem þau voru á samhliða Eurovision keppninni.

RÚV sem eru meðframleiðendur á myndinni taka hana til sýningar í þremur þáttum í apríl en myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum víða um land í aðdraganda þess.

Kynningarstikla um myndina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“