Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Náði fram sætri hefnd gegn kærasta sínum og konunni sem hann hélt framhjá með

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segir frá því hvernig hún náði fram hefnd gegn fyrrverandi kærasta sínum og konunni sem hann hélt framhjá henni með.

Jade Purvis segir frá þessu í myndbandi á TikTok.

„Við vorum saman í þrjú ár þegar hann keyrði í rúmlega 300 kílómetra til að halda framhjá mér með stelpu sem hafði verið með kærasta sínum í fimm og hálft ár,“ segir hún.

En í stað þess að hætta bara með kærastanum þá ákvað Jade að skemmta sér aðeins í leiðinni.

„Kærasti [konunnar sem hann hélt framhjá mér með] og ég ákváðum að ná fram hefndum. Hann keyrði í 300 kílómetra til að hitta mig. Og hefur ekki farið síðan. Það var fyrir sjö árum síðan. Við höfum verið gift í fjögur ár. Ég held að við vinnum,“ segir hún og deilir mynd af sér og eiginmanni sínum á brúðkaupsdaginn.

@jadepurvis53revenge 🙋🏼‍♀️ #ihopeshecheats #ASOSinthebag #wishuponastar #revenge #bye

♬ hopeshecheats. – Marleigh Sturgess

Saga hennar hefur vakið mikla athygli, sérstaklega hjá fjölmiðlum á Spáni. En breskir miðlar, eins og The Sun og Daily Mail fjalla einnig um málið.

Jade segir betur frá gangi mála í öðrum myndböndum. Hún segir að konan sem kærasti hennar hélt framhjá henni með hafi haft samband við hana og látið hana vita af því sem væri í gangi. Í kjölfarið vingaðist Jade við kærasta konunnar og sagði honum sannleikann. Eitt leiddi af öðru og þau urðu ástfangin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku – Bjó í hjólhýsi þar sem ofbeldi var daglegt brauð

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku – Bjó í hjólhýsi þar sem ofbeldi var daglegt brauð
Fókus
Í gær

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“
Fókus
Fyrir 2 dögum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum

53 ára og getur ekki beðið eftir því að sofa aftur hjá ókunnugum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paris Hilton sakar David Letterman um grimmilega hegðun: „Hann reyndi að niðurlægja mig“

Paris Hilton sakar David Letterman um grimmilega hegðun: „Hann reyndi að niðurlægja mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ungt par var með réttu tölurnar í lottóinu – Þetta er ástæðan fyrir því að þau fá ekki 32 milljarða

Ungt par var með réttu tölurnar í lottóinu – Þetta er ástæðan fyrir því að þau fá ekki 32 milljarða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum

Ástæðurnar fyrir því að gagnkynhneigðir karlmenn stunda kynlíf með öðrum karlmönnum