fbpx
Föstudagur 26.febrúar 2021
Fókus

Faðir Maríu tapaði aleigunni og keyrði fullur á tré: „Ég held að hann hafi ætlað að drepa sig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pabbi minn er spilafíkill. Þegar ég var barn tapaði hann aleigunni, datt í það og keyrði fullur á tré. Ég held að hann hafi ætlað að drepa sig,“ segir ung kona á höfuðborgarsvæðinu í samtali við lokum.is.

Samtök áhugafólks um spilafíkn standa að baki átakinu „Lokum spilakössum“ eða lokum.is. Á síðunni er hægt að lesa fleiri sögur.

Konan kýs að koma fram nafnlaus en er kölluð María í greininni. Eftir slysið fór faðir Maríu í fangelsi í nokkra mánuði.

„Hann náði sér á strik, edrú og laus við spilakassana í 25 ár,“ segir María. Faðir hennar fékk vinnu, eignaðist aftur íbúð og bíl.

„Svo fékk hann heilablóðfall, jafnaði sig ágætlega en varð gleyminn. Þegar hann þurfti að hætta að vinna sjötugur þá fór honum að leiðast og byrjaði að kíkja aftur í spilakassana.“

Það leið ekki á löngu þar til faðir Maríu var farinn að tapa hundruðum þúsunda í spilakössum. Í hvert skipti sem María komst að hann hafi farið í spilakassa lofaði hann að fara ekki aftur. En hann stóð ekki við loforð sín. Eftir að faðir hennar vann 350 þúsund krónur í spilakassa, eyddi hann 1.100.000 krónum á næstu tveimur vikum í spilakassa.

„Pabbi lofaði að fara aldrei aftur í spilakassa en hann er með framheilaskaða og veit ekki hvað hann gerir, ef hann kemst í kassa þá getur hann tæmt reikninginn sinn á augabragði. Hann er gamall, hann kann ekki á tölvu og hann hefur ekki lengur færni til að veðja á neitt en spilakassar eru auðveldir, hann getur alltaf farið í þá,“ segir María.

Henni segist misbjóða að spilakassar séu notaðir í fjáröflunarskyni og að það ætti enginn að hagnast á óförum annarra. „Sérstaklega ekki hjálparsamtök. Gerið það lokið spilakössunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
Fókus
Í gær

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf
Fókus
Í gær

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
FókusNeytendur
Fyrir 2 dögum

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak