fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fókus

Manstu eftir því þegar Emmsjé Gauti tók þátt í Idol stjörnuleit? – „Í guðanna bænum ekki hætta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 08:51

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var Emmsjé Gauti bara ungur drengur með stóra drauma, spangir og svakalegan hatt.

Það muna kannski ekki margir eftir því, en Emmsjé Gauti tók þátt í Idol stjörnuleit þegar hann var sextán ára, og kallaði sig þá MC Gauti.

Myndband af áheyrnarprufunni hefur verið að slá í gegn á TikTok. Notandinn @islensknostalgia deildi því á dögunum og hefur það fengið um 40 þúsund áhorf.

Í myndbandinu má sjá Emmsjé Gauta rappa fyrir framan dómarana, sem voru Bubbi Morthens, Sigga Beinteins, Páll Óskar og Einar Bárða.

„Þetta var ferlega flott en þetta á ekki heima í þessari keppni. En ég segi í guðanna bænum ekki hætta, við þurfum á svona fólki eins og þér að halda, takk fyrir,“ sagði Bubbi við unga rapparann eftir prufuna.

Sigga Beinteins sagði nei og líka Páll Óskar, en hann ráðlagði Emmsjé Gauta að fara í leiklistarskólann eða halda áfram að rappa.

Emmsjé Gauti fékk nei frá öllum dómurum, en ekki vegna skorts á hæfileikum heldur því þau töldu hann og rappið einfaldlega ekki eiga heima í keppninni. Það litla sem þau vissu, að fyrir framan þau væri drengur sem yrði einn stærsti og vinsælasti rappari Íslands.

Horfðu á áheyrnarprufuna í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“

Guðmundur lenti í óþægilegri lífsreynslu – „Allt í einu heyrðist óp í konunni minni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“

Fasteignaauglýsing gerir allt vitlaust meðal áhugafólks um markaðsmál – „Mikið af hræddum karlmönnum í þessum þræði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“

Frægir Íslendingar fljúga út í sólina: „Ég og ástin mín í Portúgal.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði

Gullhnappurinn og hörku hasar: Dómararnir í sjokki yfir ótrúlegu Taekwondo-atriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021