fbpx
Föstudagur 26.febrúar 2021
Fókus

Jói veiktist illa af Covid-19 og var með óráði – „Þeir mættu bara með blikkandi ljós“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 13:58

Jóhannes Ásbjörnsson Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói, er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Jói er landsmönnum vel kunnugur, bæði sem fjölmiðlamaður og veitingamaður. Í þættinum segir hann frá því að hann hafi smitast af kórónuveirunni og orðið svo veikur að sjúkrabíll mætti með hraði heim til hans.

„Ég varð helvíti veikur,“ segir hann og lýsir veikindunum nánar í þættinum.

Eiginkona Jóa smitaðist um mánaðamótin nóvember og desember í fyrra. Öll fjölskyldan fór í kjölfarið í tékk, og fengu öll neikvætt. „Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég og miðjudóttir mín komin með þetta,“ segir hann.

„Olla konan mín varð alveg töluvert veik í svona fjóra, fimm daga, fékk háan hita og svo bara allt í góðu. Svo þegar ég veikist, þá verð ég mjög lasin. Með háan hita, beinverki, öll þessi einkenni sem er verið að lýsa,“ segir Jói.

Með óráði

Á fimmta degi fór honum að líða betur og á sjötta og sjöunda degi leið honum bara vel. Jói segir að þau hjónin hafi ákveðið að fara í smá heimilisþrif, fyrst þau væru bæði hress og hvort sem er föst í einangrun.

„Ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði,“ segir Jói og lýsir óhuganlegu augnabliki þegar Olla þurfti að hringja á sjúkrabíl

„Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir.“

Jói var samtals í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að ljúka henni fyrir jólin. Eftir veikindin var hann í töluverðan tíma að jafna sig, hann var mjög þreyttur og þurfti að vera duglegur að hvíla sig.

Hann er einnig að glíma við ansi erfið eftirköst fyrir mann í veitingarekstri. Kórónuveiran hafði áhrif á bragð- og lyktarskyn hans.

„Stundum finn ég bragð af sumu, stundum ekkert. Þannig maður er algjörlega ómarktækur í vöruþróun,“ segir Jói og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Einræði betra en eiginhagsmunir
Fókus
Í gær

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf

Himinlifandi með „nýju píkuna“ og getur ekki beðið eftir því að stunda kynlíf
Fókus
Í gær

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi

56 ára og stundar kynlíf oft á dag með manni sem er 20 árum yngri – Segir þetta vera lykilinn að betra kynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“

Bólulæknirinn með enn eina negluna – „Hann fær þetta frá mömmu sinni“
FókusNeytendur
Fyrir 2 dögum

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina

Ert þú lúxuspési? – Taktu könnunina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“

„Ég sagði þeim upp á spítala að það væri stærsta aukaverkunin af lyfinu – þessi andlegi léttir og að losna við þennan gamla draug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak

Drew Barrymore opnar sig um dvöl sína á geðdeild – Læst inni í herbergi með hendur bundnar fyrir aftan bak