fbpx
Föstudagur 05.mars 2021
Fókus

Bára farðaði sig til heiðurs John Snorra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 16:30

Aðsendar myndir/Bára Beauty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Bára Jónsdóttir, betur þekkt sem Bára Beauty, birti mynd þar sem hún málar fjall með íslenska fánanum á andlit sitt. Hún segir förðunina vera til heiðurs John Snorra Sigurjónssonar sem hefur verið saknað undanfarna eina og hálfa viku eftir að hann reyndi að toppa K2 að vetrarlagi.

Bára birti myndband af förðuninni á TikTok og Instagram Reels, og mynd á Instagram, sem hefur vakið mikla athygli. Í samtali við DV segir Bára að hún hafi verið heltekin af málinu alveg frá því að hún las fyrstu fréttina um að hans væri saknað ásamt föruneyti hans.

„Ég hef alltaf haft áhuga á fjallgöngum en bróðir minn er sá sem hefur haft þennan brennandi fjallaklifursáhuga alla tíð. Heima á Ísafirði fór hann daglega í fjallgöngur frá unga aldri og valdi helst bröttu fjöllin.  Mamma var oft með svo miklar áhyggjur heima að bíða eftir honum langt fram eftir kvöldi. En þarna byrjaði ég að skilja þennan áhuga og þessa hrifningu af fjöllum og klifri og fyrir fólk sem elskar þetta sport svona mikið eins og John Snorri, þá skilur maður að erfiðustu fjöll heims verða aðalmarkmiðið einn daginn,“ segir Bára.

„Ég hef verið að horfa á hvetjandi myndbönd John Snorra á YouTube og eitt sem hann segir situr fast í mér: „Dreams are the very fabric of our being, don‘t let fear stand in the way.““

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, birti Instagramfærslu með mynd af John Snorra standa fyrir framan K2, þar sem Elia segir að John hafi verið  spenntur fyrir myndatökunni og að hann sæi fyrir sér að myndin myndi vera á skilti á Keflavíkurflugvelli eftir að hann myndi klífa tindinn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly)

„Eftir að ég las færsluna þá langaði mig að mála mynd til heiðurs John. Því eins og kannski flestir vita þá hefur John farið upp K2 áður, að sumri til,“ segir hún.

Viðbrögðin hafa verið góð

Bára segir að viðbrögðin hafa verið að mestu leytinu jákvæð. „Fólk hefur bæði skrifað við færslurnar og sent mér skilaboð um hversu fallegt þetta sé. Ég fékk alveg tárvot augu, því þó ég sé ekki skilti á Keflavíkurflugvelli þá fannst mér ég hafa gert það sem ég gat,“ segir hún.

„Það hafa komið örfáar neikvæðar athugasemdir frá ungum krökkum á TikTok, en ég hef bara eytt þeim strax því ég gef því hvorki tíma né orku, og hugsa með mér að þau hafa bara ekki þroskann í að skilja. Og þegar uppi er staðið þá er aldrei hægt að ætlast til þess að allir skilji mann hvort sem er,“ segir Bára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið

Páskastjarnan með nýtt lag um „mömmudreng“ – Þetta er ástæðan á bakvið lagið
Fókus
Í gær

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“

Íslendingar bíða með öndina í hálsinum eftir mögulegu gosi – „Ertu með óróapúls eða ertu bara glaður að sjá mig?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“

Eignaðist tvö börn með sex mánaða millibili – „Haldiði kjafti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?

Hringbraut leitar að konum til starfa í sjónvarpi – Átt þú heima í sjónvarpinu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“

Hún er 28 ára og hann er 58 ára – „Ástin okkar er eins og hver önnur ást“