fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Beðmál og dramatík – Mr. Big rýfur loks þögnina um illdeilur meðleikara sinna

Fókus
Þriðjudaginn 7. desember 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Noth, sem er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mr. Big í þáttunum Beðmál í borginni hefur nú tjáð sig um illindin sem um árabil hafa verið milli aðalleikkonunnar, Söruh Jessicu Parker, og leikkonunnar Kim Catrall sem fór með hlutverk Samönthu í þáttunum.

Köldu hefur andað milli kvennanna um árabil og ætlar Kim ekki að taka þátt í nýrri þáttaröð um sömu persónur – And Just Like That.

„Ég verð að segja að ég hef enga hugmynd um hvað hún er að hugsa eða hvernig henni líður. Ég veit að ég og Sarah erum mjög góðir vinir og að lýsingar Kim á henni eru fjarri því að vera sannar,“ sagði Chris í samtali við The Guardian.

„Mér líkaði vel við hana [Kim]. Mér fannst hún frábær í þáttunum,“ sagði Chris en benti á að stundum skilja leiðir í lífinu af mismunandi ástæðum.

„Ég veit ekki hverjar hennar voru. Ég vildi bara að þetta hefði aldrei gerst því þetta var dapurt og óþægilegt.“

Chris bætti við að hann kynni illa við það þegar fólk talar niður til Söruh því fólk eigi það til að vera mjög andstyggilegt.

„Mér finnst ég þurfa að vernda hana svo ég er ekki ánægður með slíkt. Og það er allt sem ég hef að segja um málið.“

Þú ert ekki vinkona mín

Sagan segir að rifrildi þeirra Kim og Söruh hafi hafist þegar upptökur stóðu yfir á fimmtu þáttaröð Beðmálsins. Kim hafi ekki verið sátt er Sarah var gerð að framleiðanda þáttanna og við það hækkað nokkuð í launum, Kim hafi því farið að berjast fyrir launahækkun en það hafi meðleikurum hennar mislíkað og varð henni útskúfað úr hópnum, svo sem með þeim hætti að hinar þrjár aðalleikkonur þáttanna neituðu að sitja með henni í matartímum og á verðlaunahátíðum.

Síðan hafi deilurnar náð eins konar hámarki á árunum 2016-2017 þegar ekkert varð af þriðju Beðmáls kvikmyndinni því Kim neitaði að taka þátt – nokkuð sem olli Sarah töluverðum vonbrigðum.

Árið 2018 missti Kim bróður sinn og sendi Sarah henni hjartnæma kveðju á Instagram sem reitti Kim verulega til reiði. Sakaði hún mótleikkonu sína um að notfæra sér andlát bróðurins til að bæta orðspor sitt. Kim skrifaði á Instagram:  „Mamma spurði mig í dag: hvenær mun þessi hræsnari Sarah Jessica Parker láta þig í friði? Þessar stöðugu tilraunir þínar til að hafa samband eru stanslaus áminning um hversu grimm þú varst og ert enn. Leyfðu mér að taka af öll tvímæli (ef mér hefur ekki tekist það nú þegar). Þú ert ekki fjölskylda mín. Þú ert ekki vinkona mín. Svo ég er að skrifa þér til að segja þér í síðasta skiptið að hætta að notfæra þér harmleik okkar til að endurheimta orðspor þitt sem „góða stelpan“.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“