fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Fókus

Barþjónn afhjúpar myrku hliðar starfsins – Allt frá áhrifavaldur sem heimtaði ókeypis drykki til ógeðslegrar aðkomu á salernum

Fókus
Laugardaginn 4. desember 2021 23:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katherine Dinsdale er barþjónn í Manchester og segir að það sé ekki alltaf gaman að vinna við það að afgreiða gesti um áfengi. Hún skrifaði pistil um starf sitt sem birtist hjá Mirror og hefur vakið mikla athygli.

„Fáðu borgað fyrir að djamma – renndu í gegnum starfsauglýsingar fyrir barþjóna og þá sérðu þessa lýsingu einhvers staðar. Hljómar eins og draumur er það ekki? Nema hvað að í þessu partýi þá ert þú alsgáði bílstjórinn. Í stað þess að hella í þig ertu að hella í aðra.“

Sjálftitlaður áhrifavaldur

Katherine segir að það séu ýmsar slæmar hliðar á starfinu og nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.

Sjálftitlaður TikTok-áhrifavaldur kom einu sinni á barinn sem ég vinn á og heimtaði að ég færði henni ókeypis könnu af kokteilum. Þegar ég neitaði, braut hún glas á gólfinu og sagði: „Það er út af þessu sem frægir koma ekki hingað.“ Ég er alveg sannfærð um að vinsældir barnsins hafi tekið á sig mikinn skell við að missa af því að koma fyrir á TikTok-síðu hennar sem er með rétt um 10 þúsund fylgjendur.“ 

Bjórinn sem hvarf

Katherine segir þó að venjulegt fólk geti einnig verið til vandræða þegar það hefur fengið sér aðeins of mikið.

„Einn maður þambaði stórt glas af Guinnes fyrir framan mig. Horfði svo beint í augun á mér og spurði: „Hvar er drykkurinn minn? Ég vil fá að tala við yfirmann“. Ég veit að áfengi getur valdið óminni en örugglega ekki með þessum hætti.“ 

Katherine segir að það sé einnig sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem pantar einn af hverjum kokteil sem finnst fyrir á drykkjarseðlinum aðeins fimm mínútum áður en að „happy hour“ líkur.

Ekkert verra en salernin í lok kvöldsins

En ekkert sé þó verra heldur en að þurfa að fara yfir salernin við lok vaktarinnar.

„Salerni á börum eru staður algjörs stjórnleysis – sérstaklega hvað hreinlæti varðar.“ 

Katherine segist hafa séð hluti inn á þeim salernum sem enginn ætti að þurfa að sjá.

„Treystið mér, ég sá einu sinni einstakling veiða bleika hárkollu upp úr salerni sem ekki hafði verið sturtað niður og svo setja hana beint aftur á höfuðið á vinkonu sinni. Og við skulum aldrei gleyma nóttinni þar sem ég fann flösku af Corona-bjór fulla af mannaskít fasta ofan í klósettskálinni inn á kvennaklósettinu.“ 

Katherine segir að þrátt fyrir ofangreint þá kunni hún vel við að vera barþjónn. Að geta fengið sér ókeypis drykk við lok vaktarinnar með vinnufélögunum geri þetta alllt þess virðis.

„Svo næst þegar þú ákveður að eiga sérstaklega villt og galið kvöld og vakna með djammviskubit, þá skaltu muna ða það eru ekki bara vinir þínir sem búa yfir vandræðalegum sögum um þig. 

En við fyrirgefum ykkur, svo lengi sem þið lofið að borga ekki bæði með reiðufé og korti næst þegar þið mætið.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“

Sýndi á sér brjóstin í stúkunni og allt varð snælduvitlaust – „Það eru börn hérna!“ – „Sestu aftur niður tíkin þín“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann

Þessi einfalda spurning gæti komið í veg fyrir næsta rifrildi við makann