fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Rómantíska sagan sem er að gera allt vitlaust – „Þá varð ég viss um að hann væri sá eini rétti“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. desember 2021 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn og leikkonan Laura Clery deildi fyrir stuttu sögunni af því hvenær hún varð viss um að eiginmaður hennar væri sá eini rétti.

Hún sagði söguna í myndbandi á TikTok sem hefur síðan þá fengið yfir 21 milljónir í áhorf og yfir 4,3 milljón „likes“. Það er óhætt að segja að þessi fallega og rómantíska saga hafi sigrað hjörtu netverja.

„Sú staðreynd að hún tárast enn yfir þessu, tíu árum seinna, segir mikið um samband þeirra,“ segir einn netverji og hafa yfir fimm hundruð þúsund manns líkað við athugasemdina.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by lauraclery (@lauraclery)

Borðar alltaf epli á næturnar

Laura byrjar á því að segja frá furðulegum vana sem hún iðkar á hverri nóttu og hefur gert síðan hún var barn.

„Ég hef gert þetta síðan ég var barn. Ég vaknaði um miðja nótt, fór niður í eldhúsið og náði mér í grænt epli. Ég borðaði eplið hálfsofandi og fór síðan aftur að sofa. Ég hef verið að gera þetta síðan ég man eftir mér, frá því ég var sex til sjö ára gömul þar til núna, á fertugsaldri.“

Laura kynntist eiginmanni sínum, Stephen, fyrir tíu árum síðan. Atvikið átti sér stað þegar þau voru að byrja saman og voru á fjórða stefnumótinu. Hún hafði sagt honum frá þessu næturuppátæki sínu og honum fannst það fyndið og krúttlegt.

„[Eftir stefnumótið] bauð hann mér heim til hans að horfa á mynd. Á þessum tímapunkti vorum við ekki búin að sofa saman eða neitt þannig. Ég sagði: „Já ég er til en ekki reyna neitt.“ Og hann sagði: „Að sjálfsögðu ekki.““ Var hún þá að vísa í að hann ætti ekki að reyna að sofa hjá henni.

Laura og Stephen fóru heim til hans og horfðu á mynd. Eftir myndina var hún mjög þreytt og hann bauð henni að gista. „Ég sagði: „Ókei en ekki reyna neitt.“ Því ég vildi fara rólega í hlutina með honum. Hann sagði: „Auðvitað ekki.“ Ég sofnaði í rúminu hans. Ég vaknaði um þrjú um nóttina og tók eftir því að hann var ekki í rúminu sem mér fannst það mjög skrýtið. Ég sofnaði og vaknaði aftur um fjögurleytið og það var komið grænt epli við hliðina á rúminu. Ég borðaði það og sá hann sofandi við hliðina á mér,“ segir Laura.

Hún fór síðan aftur að sofa og fékk svo að heyra söguna um eplið daginn eftir. „Hann sagði mér að hann hefði vaknað um nóttina og áttað sig á því að hann ætti engin epli en hann vildi að ég myndi vera með eplið mitt þegar ég myndi vakna um nóttina þannig að hann fór út um svona tvö um nóttina. Hann fór í fyrstu 7-11 búðina, en það voru ekki til nein epli. Hann endaði með að fara í tvær eða þrjár aðrar búðir að leita að grænu epli, sem hann fann loksins […] Tíu árum seinna erum við enn saman og ég klárlega svaf hjá honum þennan morguninn.“

Stephen er tíður gestur á samfélagsmiðlum Lauru. Þau eiga saman tvö börn.

Þú getur horft á hana segja söguna hér að neðan.

@lauraclery #stitch with @ayandastood ♬ Face Off – Dwayne Johnson – Tech N9ne & Joey Cool & King Iso & Dwayne Johnson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“