fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sakamál: Hvar er Maya? – Réttarhöld framundan vegna hvarfs þriggja barna móður

Fókus
Laugardaginn 4. desember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chula Vista er um 275.000 manna borg í nágrenni við San Diego í Suður-Kaliforníu. Þetta er blómstrandi staður, þekktur fyrir fagra fjallasýn og rómaður fyrir ferðamennsku. Meðal íbúa eru Millette fjölskyldan, hjónin Larry og Maya Millette og þrjú börn þeirra.

Hjónin eru rétt að detta í fertugt en raunar bendir allt til þess að Maya hafi endað ævidaga sína snemma í janúar á þessu ári. Maya og Larry kynntust og giftust fyrir tvítugt. Þeim gekk báðum vel í starfi og hjónabandið virtist blómstra.

Maya og Larry bjuggu og störfuðu í San Diego fram til ársins 2013 er þau ákváðu að flytja til Chula Vista, fyrst og fremst vegna þess að þar er mikil ósnortin náttúra, fjöll og gönguleiðir, auk þess sem gaman er að sigla um San Diego flóann undan ströndum svæðisins. Maya, sem er (eða var) lífsglöð og kraftmikil manneskja, hafði mikla ánægju af löngum gönguferðum í nágrenni við borgina og fjölskyldan tjaldaði stundum úti í náttúrunni.

Dagana 7.-9. janúar fylltust vinir og fjölskylda Mayu undrun og áhyggjum er hún svaraði ekki ítrekuðum textaskilaboðum og símhringingum frá þeim, nokkuð sem var ólíkt henni, enda Maya afar virk í snjallsímanum sínum. Þann 9. janúar hafði engin vina og ættingja heyrt frá Mayu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir frá því að morgni 7. janúar. Þannig var að sunnudaginn 10. janúar átti að halda upp á 11 ára afmæli dóttur hjónanna og hafði stór veisla verið undirbúin sem átti að halda á útivistarsvæði við stórt stöðuvatn, Big Bear Lake. Þar ætlaði stórfjölskyldan að koma saman. Það var því engin glóra í því Maya svaraði ekki skilaboðum frá neinum.

Fjölskyldum og vinum gekk álíka erfiðlega að ná í eiginmanninn Larry og því ákvað bróðir Mayu að fara að húsi þeirra þann 8. janúar og aðgæta um hana. Larry sagði bróðurnum að þeim hjónum hefði sinnast kvöldið áður og Maya hefði læst sig inni í herbergi í reiðikasti og neitað að koma út.

En þegar ekki náðist í Mayu daginn eftir var fjölskyldunni nóg boðið, þau fóru að heimilinu og kröfðust þess að sjá Mayu sem Larry sagði að væri enn í herberginu. Er þeim var hleypt inn í herbergið var það mannlaust. Larry sagðist hafa staðið í þeirri trú að Maya væri þarna ennþá inni og að hann hefði heyrt í henni.

En engin ummerki voru um að Maya hefði farið út um gluggann og bíllinn hennar var í innkeyrslunni. Skilríki hennar, sími og greiðslukort voru hins vegar horfin.

Systir Mayu tilkynnti hvarf hennar til lögreglu og í kjölfarið hófst víðtæk leit að hinni 39 ára gömlu þriggja barna móður, leit sem enn þann dag í dag hefur engum árangri skilað.

Keypti álög á eiginkonuna

Samhliða leitinni að Mayu réðst lögreglan í rannsókn á samskiptum hjónanna með viðtölum við vini þeirra og vandamenn auk þess sem tölvugögn þeirra voru sannsökuð ítarlega.

Á daginn kom að stirt hafði verið á milli hjónanna í langan tíma. Larry vændi Mayu um framhjáhald en óvíst er hvort hún átti sér elskhuga eða hvort það var bara hugarburður Larrys. Fyrir lá að Maya vildi skilnað og Larry var mjög ósáttur við það.

Skuggalegar upplýsingar komu fram þegar netnotkun Larrys var rannsökuð. Kom í ljós að hann hafði keypt furðulega þjónustu af kuklurum sem fólst í því að kalla álög yfir eiginkonuna, framkalla hjá henni magaverk og önnur óþægindi. Greiddi Larry fyrir þessa þjónustu. Hann sagði við þetta fólk að Maya væri fráhverf honum og kuldaleg þegar henni vegnaði vel en auðmjúk og ástrík við hann þegar henni liði illa. Þannig vildi hann hafa það.

Engar heimildir eru um hvernig galdrarnir virkuðu en 7. janúar sendi Larry þessum sérstæðu þjónustuaðilum hins vegar tilkynningu um að þau skyldu hætta að beita Mayu göldrum undir eins.

Segir hana hafa strokið að heiman

Rannsókn málsins hefur staðið yfir allt þetta ár og þann 27. október fékk Larry Millette stöðu sakbornings og er hann grunaður um morð á eiginkonu sinni þó að lík hennar hafi ekki fundist.

Larry segist saklaust og segist hann telja að Maya hafi einfaldlega látið sig hverfa. Hann segir að hún hafi tvisvar sinnum á árinu 2020 yfirgefið sig og börnin en séð sig um hönd og komið heim aftur.

Samkvæmt lögreglu hafa 67 leitarheimildir verið gefnar út við rannsókn málsins, 87 viðtöl hafa farið fram og 130 vísbendingar verið skoðaðar. Mörg þúsund klukkustundir hafa farið í rannsóknina en aðalmeðferð málsins fyrir dómi verður á næstunni.

Meðal gagna við rannsóknina eru óhugnanlegar hljóðupptökur úr öryggismyndavélum fyrir utan húsið aðfaranótt 8. nóvember. Þar heyrast margendurtekin öskur úr húsinu og hvellir sem virðast vera skothvellir þó að ekki sé hægt að slá því föstu.

Þess má geta að Larry hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja í varðhaldi fram að réttarhöldunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“