fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Fókus
Miðvikudaginn 1. desember 2021 21:00

Miffy lék dóttur Jude Law í The Holiday.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hefð á mörgum heimilum að horfa á kvikmyndina The Holiday í desember til að gíra sig upp fyrir jólin. Þessi geysivinsæla jólamynd kom út árið 2006 og fóru leikararnir Jude Law, Cameron Diaz, Kate Winslet og Jack Black með aðalhlutverkin.

Miffy Englefield lék dóttur Jude Law í myndinni. Hún er í dag 22 ára og orðin móðir og segir að það sé ein athugasemd sem hún fær frá eldri karlmönnum sem henni þykir „ógeðsleg.“

„Þegar ógeðslegir gamlir karlmenn segja hluti við mig eins og: „Ég er svo ánægður að þú sért enn eins sæt og þú varst í The Holiday,““ segir Miffy.

Unga leikkonan var aðeins sex ára þegar hún stal hjörtum áhorfenda sem Sophie í myndinni.

„Að tengja það hvernig ég leit út sem barn við hvernig ég lít út sem fullorðin kona er eitthvað svo ógeðslegt,“ segir hún.

@miffz_Relating how I looked as a child to how I look as a grown as$ woman makes me all kinds of creeped out idk 😭😭😭 #childactor #theholiday♬ Let It Snow! Let It Snow! – Frank Sinatra

Hefur gaman af vinsældum myndarinnar

Miffy segir í samtali við The Sun að það sé gaman að myndin njóti enn svona mikilla vinsælda. „Ég hlæ í hvert skipti sem hún er í sjónvarpinu, myndin er líka komin á Netflix,“ segir hún.

Hún segir að Jude Law hafi verið frábær meðleikara og gaf hann henni ýmis ráð. Hún hefur einnig ekkert nema jákvætt að segja um hina leikara myndarinnar. Miffy ákvað þó að gefa leikferillinn upp á bátinn þegar hún komst á unglingsaldur. „Ég sé ekki eftir því þó þetta hafi verið gaman,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki