fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Vill banna mæðrum að taka börnin sín með í vinnuna – Langar ekki að sjá brjóstin þeirra

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 10:30

Myndin er samsett - Mynd af Alice: Olivia West - Mynd af barni á brjósti: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice McIntyre, 38 ára blaðamaður og tveggja barna móðir, er á móti því að fólk taki börnin sín með í vinnuna. Frá þessu segir Alice í frétt The Sun.

Alice á von á sínu þriðja barni í apríl en hún mun ekki koma til með að taka það með sér í vinnuna. „Ég skil ekki hvernig nokkur kona með réttu ráði myndi vilja taka barnið sitt í vinnuna. Fyrir mér hljómar það eins og 8 heilir tímar af helvíti,“ segir hún.

Umræðan um börn í vinnunni er að hluta til vegna þess að breski þingmaðurinn Stella Creasy tók barnið sitt með í vinnuna á dögunum og vakti mikla athygli fyrir það. „Þegar ég sá Stellu með barnið sitt bundið utan um bringuna sína á þinginu þá vorkenndi ég henni,“ segir Alice.

„Já, barnið var sofandi en ég bjóst við að sjá hana bruna út úr herberginu á hverri stundu því börn eru óútreiknanleg. Það er ekki hægt að áætla að þau verði hljóðlát á mikilvægum fundi eða á meðan verið er að taka við kvörtun frá viðskiptavini. Þau koma ekki með takka til að slökkva á hávaðanum ef þau byrja að öskra á óheppilegum tíma.“

Vill ekki sjá brjóst vinnufélaga sinna

Alice er þá sérstaklega á móti því að fólk sjái vinnufélaga sína gefa börnum sínum brjóst í vinnunni. „Hugsunin um að ganga inn í fundarherbergi og sjá vinnufélagana að gefa brjóst lætur mig fá í magann. Eða að sjá barnamat úti um allt í starfsmannarýminu – oj!“

Hún segir fólki að misskilja sig þó ekki. „Ég styð það að fólk gefi börnunum sínum að borða en ég er bara ekki svo hrifin af því að sjá vinnufélaga mína bera á sér brjóstin daglega,“ segir hún.

„Fyrir mér er vinnan staðurinn þar sem ég get hætt að vera mamma í smá, notið þess að vera með fullorðnum og að vera þekkt sem ég, ekki bara sem móðir. Það að taka barnið mitt með mér í vinnuna myndi ekki hjálpa starfsframa mínum – það myndi án efa gera frammistöðu mína verri, pirra vinnufélaga mína og ég myndi fjarlægjast restina af teyminu. Það verður að banna börn í vinnunni – fyrir okkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“