fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Fókus

Matur og heimili: Súkkulaðigerð hjá Omnom og heimsókn til jólasveina

Fókus
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matur & heimili er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21. Að þessu sinni kynnir Sjöfn Þórðar, umsjónarmaður þáttarins, sér leyndardóma súkkulaðigerðar, hún lítur inn í súkkulaðigerðina Omnom sem staðsett er við Hólmaslóð 2 í Reykjavík, í glæsilegum húsakynnum þar sem súkkulaðiævintýrin gerast. Þar hittir Sjöfn Kjartan Gíslason matreiðslumann og meðstofnanda Omnom sem býður henni í kynnisferð um súkkulaðigerðina þar sem leyndarmál súkkulaðisins eru geymd.

 

 

Omnom er eina súkkulaðigerðin á Íslandi sem sérhæfir sig í svokölluðu ,,baun í bita” súkkulaði og hafa Kjartan og félagar frá upphafi einungis notað hágæða kakóbaunir hvaðanæva að úr heiminum. „Það getur verið snúið verkefni að búa til ,,baun í bita” súkkulaði, hvað þá þegar áhersla er lögð á að afla upplýsinga um uppruna og aðstöðu kakóbænda.“ Baunirnar eru keyptar frá býlum, til að mynda í Madagaskar, Tansaníu og Níkargúa, þar sem Kjartan og félagar eru búnir að kynna sér starfsemina vel og skoða gæðin á kakóbaunum vel áður en viðskiptin fara fram. Það er gert til að tryggja að fagmennska sé viðhöfð og vel sé hugsað um starfsfólkið sem vinnur á ökrunum. „Frá plantekrunum koma baunirnar sem hafa verið gerjaðar og þurrkaðar af bændum síðan koma þær til okkar. Þá byrjum við á ristunni,“segir Kjartans og fer gegnum allt ferlið með Sjöfn í súkkulaðigerðinni og flettir ofan af leyndardómi súkkulaðisins.

Jólasveinarnir bjóða Sjöfn heim í innlit

Jólasveinarnir bjóða Sjöfn í innlit á heimili sitt og það er ekki á hverjum degi sem einhver fær að koma í innlit til jólasveinanna. Þeir segja að frá sínum heimilisstíl, jólasiðum og hefðum, sem þeir hafa nú ekki mikið rætt opinberlega fyrr en nú.

Bjúgnakrækir og Kertasníkir taka á móti Sjöfn á heimili sínu og ræða heimilisstílinn. „Heimilisstíllinn okkar er jólalegur og við erum svolítið að vinna íslenska stílinn frá 16. öld. Við erum alltaf að breyta og gera betur, bara í okkar stíl,“ segir Kertasníkir og Bjúgnakrækir tekur undir í sama streng.

Jólahefðir og siðir jólaveinana í matarvenjum hafa haldist við í aldanna rás. „Við elskum hangikjöt og við læðumst stundum niður á bóndabæi, ekki oft samt en stundum, og fáum okkur smá, ekkert mikið samt,“segja þeir bræður, Kertasníkir og Bjúgnakrækir en segjast jafnframt bæta bændunum það upp því bændurnir séu farnir að setja skóinn út í glugga.

 

Trailer: Omnon og Heimili Jólasveinanna

Trailer: Omnon og Heimili Jólasveinanna

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Í gær

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu neglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“

Vítalía hneyksluð á Eiríki Jónssyni – „Á ég að hlæja núna?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu