fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Hugleikur birti skopmynd með ádeilu á meinta viðkvæmni sem misbauð Facebook – Sjáðu myndina sem Facebook bannaði!

Fókus
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 17:30

Hugleikur Dagsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugleikur Dagsson, listamaður og skemmtikraftur, birti skopmynd á dögunum, líkt og hans er vaninn, á samfélagsmiðlum sínum. Ekki væri það því í frásögur færandi nema fyrir það að birtingin varð til þess að hann hefur verið settur í 30 daga bann á Facebook þar sem hann má hvorki streyma beint né auglýsa.

Hugleikur hefur lengi verið landsmönnum kunnur fyrir kolsvartan húmor sem leikur oftar en ekki stórt hlutverk í list hans.

Að þessu sinni birti hann mynd sem sýndi brennandi kross og meðlim í rasísku hryðjuverkasamtökunum Ku Klux Klan sem eru þekkt fyrir ofsóknir sínar gegn svörtu fólki. Á myndinni er KKK meðlimurinn að segja að „Fólk er svo viðkvæmt nú til dags.“

Ástæðan fyrir banninu er sú að Facebook metur myndefnið sem brot á reglum miðilsins um hættulega einstaklinga og samtök eða með öðrum orðum – misbauð miðlinum.

Hugleikur deildi tilkynningu Facebook um bannið á Twitter og benti á að það væri nokkuð kaldhæðnislegt að hann væri settur í bann fyrir skopmynd sem fól í sér ádeilu á þá sem gjarnan kasta steinum úr glerhúsi þegar þeir fullyrða að fólk í dag sé orðið of viðkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol
Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
Fókus
Fyrir 5 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni