fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Fókus

Enginn mætti í matarboðið – „Ég er búinn að reyna að hughreysta hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. nóvember 2021 18:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af konu sitja eina við matarborð fer eins og eldur í sinu um netheima. Kærasti konunnar, Christian Zamora, deildi myndbandinu á TikTok.

Kærasta Christian, Maryann, hafði boðið vinum sínum í matarboð, svokallað „Friendsgiving“. Matarboðið var planað með tveggja vikna fyrirvara, hún skreytti allt heima hjá sér og eldaði nægan mat handa öllum. Hún var mjög spennt að fá vinina í heimsókn en þegar leið á kvöldið varð henni ljóst að enginn ætlaði að mæta.

Christian birti myndband af Maryann sitjandi við matarboðið og hefur það fengið yfir fimmtán milljónir í áhorf.

„Kærastan mín var svo spennt fyrir fyrsta „Friendsgiving“ en enginn mætti […] Ég er búinn að reyna að hughreysta hana en ekkert virkar,“ skrifaði hann með myndbandinu.

@kidalloy😭 I’m so sad for her ##friendsgiving ##thanksgiving ##friends

♬ Sad Emotional Piano – DS Productions

Netverjar sendu Maryann stuðningsrík og falleg skilaboð og furðuðu sig á ósvífni vinkvennanna sem létu ekki einu sinni vita af forföllum. Christian birti annað myndband þar sem hann sagði nánar frá kvöldinu og hvernig það hefði endað.

Maryann og vinkonur hennar ákváðu dagsetninguna og tímann sem „Friendsgiving“ átti að vera í sameiningu. Þegar dagurinn gekk í garð svaraði enginn í símann eða á hópspjallinu. Hún hélt að það allir væru seinir en þremur tímum eftir að matarboðið átti að byrja áttaði hún sig á því að enginn ætlaði að koma.

Hún hringdi þá í Christian sem kom til hennar. Hann hringdi í sína vini sem mættu með nóg af víni og endaði kvöldið skemmtilega. Maryann segist ekki lengur vera leið en hún tók þá ákvörðun að loka á þennan vinkonuhóp.

@kidalloyReply to @aime294 @maryannzizumbo ❤️😌##friendsgiving ##update ##part2 ##friends

♬ original sound – KIDALLOY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik eignuðust dóttur

Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Eysteinn í góðu yfirlæti með NBA-stjörnum

Sjáðu myndbandið: Eysteinn í góðu yfirlæti með NBA-stjörnum