fbpx
Föstudagur 27.maí 2022
Fókus

Móðir segist ekki ætla að sóa peningum í „vanþakklát“ börn sín þessi jólin – Bara ein stór gjöf og 20 þúsund króna aukagjafir á hvert barn

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 09:04

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við búum á tímum þar sem hægt er að kalla jólin eins konar uppskeruhátíð kapítalismans, fremur en hátíð ljóss og friðar. Sveitt hlaupum við á milli verslana til að reyna finna þessa einu réttu gjöf sem á eftir að hitta í mark hjá þeim sem við elskum. Það er sælla að gefa en þiggja, eða svo er sagt, en á sama tíma er fátt jafnt vont um jólin og vanþakklæti.

Ein móðir hefur ákveðið að skrúfa niður eyðsluna nú um jólin þar sem börn hennar þrjú séu orðin fordekruð og gífurlega vanþakklát.

Hún skrifaði færslu á síðunni Mumsnet þar sem hún útskýrði að hún væri búin að fá nóg af því hversu dekruð börn hennar, 10, 9 og 6 ára eru orðin og segir að þau séu hætt að kunna að meta gjafirnar sem hún sem hún gefur þeim.

„Vanalega missum við okkur alveg og kaupum svakalegar gjafir handa börnunum um jólin. Þau hafa alltaf átt allt sem þau vilja og meira og ég viðurkenni alveg að þau eru fordekruð,” skrifar mamman.

Hún segir að þetta árið ætli hún og maður hennar að gera eitthvað í þessari stöðu og ákváðu að setja hámark á hvað þau eyða miklu í gjafir.

 „Þetta árið fá þau eina stóra gjöf og svo höfum við ákveðið að kaupa nokkrar minni gjafir en halda okkur undir 20 þúsund krónum fyrir hvert barn fyrir utan stóru gjafirnar.“

Upplifir sig sem slæmt foreldri

Móðirin segir að þetta árið verði því engir „staflar af gjöfum eins og vanalega” og út af þessu upplifi hún sig sem slæmt foreldri. Hún útskýrir að börn hennar trúi enn á jólasveininn svo það verði kannski erfitt að útskýra hvers vegna gjöfunum hafi fækkað þetta árið en hún sé komin með nóg af því að fylgjast með vanþakklæti þeirra.

„Mér finnst eins og ég sé slæm manna því við höfum alveg efni á að eyða meiru en ég er bara komin með sjúklega nóg af því að þau hendi bara því sem þau fá og noti það svo aldrei og við séum í raun bara að sóa peningum bara því það eru jólin og okkur finnst við þurfa það. Börnin kunna ekki að meta gjafirnar og leika sér ekki með þær (og trúa á jólasveininn svo ekki fáum við neinar þakkir).

Ótrúlega mikill peningur

Margar mæður á síðunni senda þessari móður stuðningskveðjur. Sumar benda á að jafnvel þó það verði niðurskurður þetta árið þá sé enn mjög mikið að eyða 20 þúsund krónum í hvert barn og kaupa þar að auki eina stóra dýra gjöf. Aðrar sögðust líka eyða miklu í gjafir til barna sinna á jólunum en hins vegar myndu þær endurskoða það ef börnin væru vanþakklát. Hér má sjá dæmi um nokkrar athugasemdir sem skrifaðar eru við færslu móðurinnar.

„Vá þetta er ótrúlega mikill peningur. Ég held ég hafi aldrei eytt svona miklu. Það er góð hugmynd að missa sig ekki í gjafakaupum þar sem þetta verður bara drasl sem er fyrir ykkur.“

„Það sem ég myndi gera í þessari stöðu er að undirbúa þau undir að fá minna. Ég myndi hafa sömu áhyggjur af því að þau yrðu vonsvikin svo þú þarft að finna upp á góðri útskýringu. Ef þau vita að þau eru að fá minna en vanalega þá efast ég um að þau verði vonsvikin“

„Af hverju ættir þú að vilja kaupa meira handa börnum sem kunna ekki gott að meta? Ég myndi tryggja að þetta árið læri þau lexíu. Kannski getið þið valið saman litlar gjafir til að gefa til fátækra barna og útskýra fyrir börnunum þínum hversu heppin þau eru að eiga fjölskyldu sem hefur ráð á að halda vegleg jól.“

„Ég er í sömu stöðu. Drengirnir mínir eru alltaf mjög þakklátir en þeir eiga meira en þeir gætu mögulega þarfnast og ég er bara komin með leið á þessu öllu. Ég vil fara að minnka álagið á mér á jólunum því ég er ekki viss fyrir hvern ég er að gera þetta lengur. Ég vil bara eiga róleg jól þar sem ég get slakað á án allrar þessar neyslu.“

„Það er algjörlega galið að kaupa eina stóra gjöf og svo eyða 20 þúsund krónum aukalega í hvert barn í aðrar gjafir. Það væri eiginlega betra ef þú tækir þennan pening og legðir inn á bankabók fyrir þau svo þau geti keypt sér það sem þeim vantar þegar þau verða eldri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Í gær

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hagkaup hefur opnað stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu

Hagkaup hefur opnað stærstu snyrtivöruverslun landsins á netinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir Kailiu Posey biðlar til foreldra – Greinir frá síðustu dögum hennar áður en hún svipti sig lífi

Móðir Kailiu Posey biðlar til foreldra – Greinir frá síðustu dögum hennar áður en hún svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellen DeGeneres afhjúpar leyndarmál um þættina – Svona tókst henni að bregða öllum stjörnunum

Ellen DeGeneres afhjúpar leyndarmál um þættina – Svona tókst henni að bregða öllum stjörnunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol