fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Lét hana fylla út könnun fyrir og eftir stefnumótið og netverjar ELSKA það – „Karlmenn – takið þetta til fyrirmyndar”

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur oft verið vandræðalegt að fara á sitt fyrsta stefnumót með einhverjum sem maður hefur áhuga á. Einn maður ákvað að reyna að gera sitt besta til að tryggja að stefnumótið heppnaðist vel – sitt allra besta.

Kona að nafni Katrina deildi myndbandi á TikTok þar sem hún greindi frá því að vinur hennar, Graham, hafi boðið henni á stefnumót og hafi komið henni á óvart fyrir stefnumótið með því að senda henni könnun í gegnum Google-Form.

„Vinur minn bauð mér nýlega út og eftir að ég samþykkti þá sendi hann mér GoogleForm-könnun,“ útskýrir Katrina.

Efst á skjalinu stóð svo „Þú hefur samþykkt að fara á stefnumót með Graham. Til hamingju“

Þar lofaði Graham að leggja sig allan fram á stefnumótinu í samræmi við væntingar Katrinu.

„Hann bað mig að fylla út nafnið mitt – ég vona samt að hann hafi vitað svarið,“ sagði Katrina kímin.

Sumar spurningarnar í könnuninni voru um hvers konar stefnumót hún vildi fara á og hvort hún vildi að Graham klæddi sig upp eða ekki.

Katrina merkti við að hún vildi fara út að borða og svo í bíó og vera í hversdags fatnaði.

„Ég kunni að meta þessa valmöguleika, hann hefði líklega mætt til mín í jakkafötum með bindi ef ég hefði valið það, það er ég alveg viss um,“ sagði hún.

Eftir að hún hafði lokið við að svara könnuninni sendi Graham henni formlegt „fancy,schmancy“ boðskort á stefnumótið til að staðfesta smáatriðin.

„Við fórum svo á umrætt stefnumót og það var indælt,“ sagði Katrina. Sögunni lauk þó ekki þar. Því eftir stefnumótið sendi Graham henni aðra könnun og bað hana um að gefa einstökum liðum stefnumótsins einkunn.

Sú könnun bar titilinn – „Til að viðhalda fagmennsku og til að gefa stefnumótalífinu rammann og stjórnunar bjúrókrasíunnar sem það á skilið hefur Graham óskað eftir því að þú fyllir út þessa valkvæðu ánægjukönnun.“

Þar mátti finna mikið af ólíkum spurningum. Katrina var beðin um að gefa frammistöðu Grahams einkunn á skalanum vandræðalegt til draumaprins.

Í annarri spurningu var hún spurð hvort hún hefði upplifað einhver einkenni á stefnumótinu á borð við ógleði, fiðrildi í maganum, meltingartruflanir og svo framvegis.

Allt í allt virðist þessi háttsemi hafa gengið upp því Katrina og Graham eru nú á föstu.

 

@maytheeleven surprise my life changed slightly #lifeupdate #relationships ♬ original sound – Maythe Eleven

Eðlilega vakti þessi frásögn mikla athygli á TikTok og hafa rúmlega 6 milljón manns horft á myndbandið og rúmlega milljón manns gefið því læk. Auk þess hafa fjölmargir deilt skoðunum sínum í athugasemdum.

„Ef ég fæ ekki GoogleForm könnun frá næsta manni sem ég fer á stefnumót með þá vil ég ekki fara á stefnumót,“ skrifaði ein.

„Kona! Þú hefur fundið einhyrning!,“ skrifaði önnur.

„Þetta er maður sem á eftir að skipuleggja geggjuð stefnumót jafnvel eftir að þið hafið verið gift í 27 ár,” skrifar ein.

„Ég sá svona fimm tiktok-myndbönd af eitraðri karlmennsku og naugðunarmenningu og kvenfyrirlitningu áður en ég sá þetta og Graham hefur nú einn og óstuddur endurvakið trú mína á mannkyninu. Takk,” skrifaði enn ein.

Margir bentu einnig á að þetta ættu aðrir menn að taka til fyrirmyndar og ef að sum áhyggjuvekjandi hegðun karlmanna kallist „rautt flagg“ þá hljóti þetta að sama bragði að kallast „grænt flagg“.

„Karlmenn – takið þetta til fyrirmyndar,” skrifar ein og önnur bætir við: „Þetta! Þetta er GRÆNT flagg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar