fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
Fókus

Innsláttarvilla breytti saklausri spurningu um hýbýlailm í eitthvað allt annað – „Ég er búin að vera í hláturskasti, með tárum og alles“

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft getur það verið vandræðalegt að gera innsláttarvillur, það þekkir líklega hver blaðamaður vel. Enn verra er þó þegar innsláttarvillan verður til þess að þú skrifar allt annað orð en þú ætlaðir þér.

Líklega kannst margir við að hafa óvart slegið inn vegan þegar ætlunin var að skrifa vegna, rúmstykki þegar ætlunin var að skrifa rúnstykki og svona mætti lengi telja.

Það vakti því eðlilega kátínu margra þegar innsláttarvilla gerði vart við sig í Facebook-hóp þar sem fólk skiptist á góðum ráðum varðandi heimilisþrif. Þar ætlaði maður einn að óska eftir meðmælum með góðum og jólalegum hýbýlailm sem hentaði til notkunar í hjónaherbergi.

„Hvaða limur er bestur í hjónaherbergið? Einhver jólailmur sem þið mælið með?“

Ekki er ljóst hvort að umræddur aðili hafi vísvitandi gert ofangreinda innsláttarvillu eða óvart en engu að síður vakti hún mikla gleði og hafa nú hátt í fimm hundruð manns merkt hlæjandi tjákn við spurninguna og að sjálfsögðu mátti finna mikið af gríni og glensi í athugasemdum.

„Þessi með hnefanum en það er einstaklingsbundið. Sjálf nota ég bara manninn minn,“ skrifar ein í gríni. Önnur velti fyrir sér hvort það væri hreinlega löglegt að gefa lima-meðmæli. „Varðar það ekki persónuverndarlög ef ég fer að henda inn nafni hérna?“

Einn ákvað að svara bæði ætlaðri spurningu og þeirri sem var óvart spurð.

„Mæli ekki meðilmefnum yfir höfuð, og allra síst í svefnrými. En limir eru allt annað mál, þeir eru einmitt mjög hentugir í svefnherbergið.“

Og áfram hélt grínið. Hér eru nokkrar góðar athugasemdir teknar saman:

  • „Ég myndi halda að í þínu hjónaherbergi væri þinn bestur… eða hvað?“
  • „Væri líka til í að vita“
  • „Best að hafa hann í stærri kantinum“
  • „Bara sá sem er notaður allan ársins hring“
  • „Ég vil þéttan og ákveðinn“
  • „Þessi harði virkar oft vel“
  • „Mr. Muscle og Mr. Clean koma sterkir inn“
  • „Það er voða misjafnt hvaða limur passar best, er líklegast einstaklingsbundið“
  • „Bilast!“
  • „Ég er búin að vera í hláturskasti, með tárum og alles“

Ljóst er af viðbrögðum og athugasemdum að fólk hefur mismunandi skoðun á því hvaða limur er bestur í hjónaherbergi og eins hvaða ilmur ef út í það er farið. Það sem flestir geta þó sammælst um er að oft þarf ekki meira en örlitla innsláttarvillu til að gefa lífinu lim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband