fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Finnur hæstánægður með dularfulla vegglistaverkið sem birtist óvænt á bílskúrnum – „Bestu þakkir fyrir“

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 21:50

Samsett mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari var heldur betur í skýjunum þegar hann sá að í skjóli nætur hafði einhver snarað upp glæsilegu vegglistaverki á endavegg bílskúrsraðarinnar hjá heimili hans. „Þetta er mjög skemmtilegt. Við vöknuðum og þetta var allt í einu komið á vegginn,“ segir hann.

Algengt er að fólk kvarti undan veggjakroti en Finnur bendir á að þetta sé nefnilega alls ekki veggjakrot heldur veggjalist. Þá eru nágrannarnir líka afar ánægðir, eftir því sem hann veit best til. „Maður hefði ekki getað beðið um neitt betra,“ segir hann.

Finnur Þór Vilhjálmsson. Mynd/Twitter

Finnur deildi mynd af veggjalistinni á Twitter í dag og auglýsti eftir listamanninum: „Ef svo (ólíklega kannski) vill til að hann/hún sé á forritinu – þá bara bestu þakkir fyrir!,“ skrifaði Finnur.

Þegar verkið er skoðað vel sést að höfundurinn hefur merkt sér það með nafninu Kraak-N. Einn nágranni Finns tók eftir þessu og fann þá Instagramsíðu listamannsins þar sem hann deilir fjölda verka. Hann virðist búa erlendis og þeir sem skrifa athugasemdir hjá honum skrifa flestir á frönsku. Þá er nýjasta verkið á Instagramsíðunni taggað með nafni frönsku borgarinnar Marseilles. En meira vitum við ekki.

„Við vorum bara heppin að fá þetta flotta vegglistaverk,“ segir Finnur og bætir við: „Við vonum bara að þetta fái að vera í friði.“

Nokkrar athugasemdir eru þegar komnar við færslu Finns þar sem fólk dáist að verkinu og einn segir hreinlega: „Hann má koma og mála bílskúrinn minn.“

Hér gefur að líta tvö verk eftir Kraak-N

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kraak-N (@raakomodo)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kraak-N (@raakomodo)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“
Fókus
Í gær

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar
Fókus
Í gær

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“