fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
Fókus

Kynntist konu á barnum og tók afdrifaríka ákvörðun – Nú veit hann ekki hvað hann á að gera

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 23:00

Mynd tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var smávaxin og með fallegt bros.“

Svona hefst frásögn 46 ára karlmanns sem leitar ráða hjá kynlífs- og stefnumótaráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Karlmaðurinn var staddur á barnum með vinum sínum þegar hann sá konuna sem um ræðir. Þegar hún gekk fram hjá honum þá hvíslaði hún að honum og sagði að hann væri myndarlegur. „Undir lok kvöldsins fór ég út á svalir til að reykja og hún elti mig. Ég hafði aldrei fundið fyrir svona mikilli aðlögun áður og við enduðum kvöldið á ástríðufullum kossi.“

Maðurinn náði ekki að fá símanúmerið hjá konunni en hann er búinn að vera að leita að henni síðan hann hitti hana þetta kvöld. „Ég hef ekki enn náð að hætta að hugsa um hana.“

Það var þó einn hængur á fyrir manninn þar sem hann var giftur á þessum tíma. Hann segist hafa verið ruglaður í ríminu eftir að hann hitti þessa konu á barnum en um leið og hann kom heim ákvað hann að skilja við eiginkonu sína til 15 ára. „Ég sagði við eiginkonuna mína að ég vildi skilja – við erum núna að skilja en ég bý ennþá á heimilinu okkar á meðan ég finn mér nýjan samastað,“ segir maðurinn en hann á tvær ungar dætur með eiginkonu sinni.

Maðurinn útskýrir fyrir Deidre hvernig hjónabandið var orðið. „Okkur kemur saman og okkur líður vel saman en við erum meiri vinir en elskhugar. Við erum ekki búin að stunda kynlíf saman í meira en ár.“ segir hann. „En eftir að ég sagði að ég vildi skilja við hana höfum við einhvers vegna endað saman í rúminu nokkrum sinnum og kynlífið er búið að vera ótrúlegt jafnvel þó ég sé ekki lengur ástfanginn af henni.“

Eiginkona mannsins hefur beðið hann um að fara með sér í hjónabandsráðgjöf en hann tekur fyrir það. „Hún segir að við getum unnið í þessu en ég er ekki sannfærður um það. Núna ýti ég henni frá mér þegar hún reynir við mig því við endum stundum saman í rúminu. Þetta er mjög skrýtið en það er sama hversu mikið hún reynir að berjast fyrir mér þá er hún ekki nóg fyrir mig.“

Einkenni gráa fiðringsins

Deidre svarar manninum og segir að nánast allir laðist einhvern tímann að öðrum en maka sínum. Hún segir þó að hegðun mannsins bendi til þess að hann þjáist af gráa fiðringnum. „Grái fiðringurinn kemur oft aftan að mönnum sem eru búnir að eyða árum saman í að hugsa um fjölskylduna sína og þá hugsa þeir allt í einu um hvað lífið snýst,“ segir hún.

„Ég veit að þú segir að þú og eiginkonan séuð meira eins og vinir en þar sem þið eruð búin að vera saman í 15 ár þá hljóta að vera einhverjar jákvæðar hliðar sem þú ert að horfa framhjá. Þú skuldar eiginkonu þinni og dætrum þínum að leggja metnað í að láta hjónabandið virka. Hættu að hugsa um þessa ókunnugu konu og einbeiuttu þér að því að skuldbinda þig. Það er möguleiki á að þú verðir aftur ástfangin af eiginkonunni en ekki auka sársauka hennar með því að stunda kynlíf með henni ef þú hefur engan áhuga á því að láta sambandið ykkar virka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu nöglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu nöglunum sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi poppstjarna harðlega gagnrýndur fyrir að hæðast að frásögn Amber Heard

Fyrrverandi poppstjarna harðlega gagnrýndur fyrir að hæðast að frásögn Amber Heard
Fókus
Fyrir 4 dögum

Húsnæði Forsetans til sölu á 150 milljónir

Húsnæði Forsetans til sölu á 150 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía blæs á kjaftasögurnar – „Allir sem þekkja mig vita að ég deita ekki fótboltamenn og svaf ekki hjá þessum dúdda“

Þórunn Antonía blæs á kjaftasögurnar – „Allir sem þekkja mig vita að ég deita ekki fótboltamenn og svaf ekki hjá þessum dúdda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum