fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Keypti gervijólatré á netinu – Varð fyrir vonbrigðum þegar hún fékk það sent heim

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Paulette Alexander sá auglýsingu fyrir gervijólatré á Facebook leist henni vel á bæði tréð og verðið á því. Hún ákvað því að slá til og kaupa það en þegar það kom heim til hennar var það allt öðruvísi en í auglýsingunni.

Tréð sem um ræðir keypti Paulette úr netversluninni Uakie en í auglýsingunni sem hún sá var tréð afar glæsilegt. Í auglýsingunni var sagt að það tæki aðeins fimm mínútur að setja tréð upp og þá var hægt að stjórna ljósunum á því með fjarstýringu.

Tréð sem Paulette hélt að hún væri að fá

Eins og áður segir þá keypti Paulette tréð, nánar tiltekið þá gerð sem er tæplega 2 metrar á hæð. Hún fékk tréð heimsent en þegar hún opnaði það varð hún fyrir miklum vonbrigðum. Hún greindi frá vonbrigðum sínum í færslu sem hún birti á Facebook en The Sun vakti athygli á færslunni.

Í stað þess að fá glæsilegt tré þá fékk Paulette eitthvað sem líkist frekar einni grein. Hún hafði samband við Uakie vegna þessa en á en eftir að fá endurgreitt. Síðan Paulette hafði samband hefur vefverslunin fjarlægt tréð af vefsíðu sinni.

Tréð sem Paulette fékk

„Ég gat ekki hætt að hlægja, þau hljóta að hafa brotið grein af trénu og haldið að ég yrði bara ánægð,“ segir Paulette. „Það var sagt að tréð kæmi frá Bandaríkjunum en eftir að ég borgaði og fékk tölvupóst til staðfestingar þá kom upp að það væri frá Kína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“