fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Fókus

Gríðarlega vinsælar stjörnur staddar á Íslandi – Atli fékk mynd af sér með þeim – „Passið ykkur Ísland“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 15:26

Meðlimir Sidemen sem staddir eru hér á landi. Frá vinstri: Harry Lewis, Ethan Payne og Vikram Singh Barn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár YouTube-stjörnur eru um þessar mundir staddar hér á landi. Um er að ræða þrjá meðlimi í hinum geysivinsæla hópi Sidemen. Meðlimir hópsins urðu flestir vinsælir með myndböndum sem tengdust að einhverju leyti ýmist fótbolta eða tölvuleikjum, jafnvel báðu í einu. 

Þessir þrír meðlimir sem um ræðir eru þeir Harry Lewis, einnig þekktur sem W2S, Vikram Singh Barn, einnig þekktur sem Vikkstar123 og Ethan Payne, sem einnig er þekktur sem Behzinga í netheimum. Alls eru meðlimir hópsins 7 talsins en myndböndin sem hópurinn birtir fá gríðarlega mörg áhorf á YouTube, fleiri milljónir horfa á hvert einasta myndband. Tæplega 14 milljón manns eru áskrifendur að YouTube-rás hópsins.

Knattspyrnumaðurinn Atli Snær Stefánsson, sem leikur með Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar í 2. deild, hitti kappana á veitingastað og birti myndband af sér með þeim á Twitter-síðu sinni í gær. Í færslunni vekur Atli athygli á því að Ethan Payne hafi staðið á tánum við myndatökuna, eflaust til að gera sig hærri á myndinni. „Passið ykkur Ísland,“ skrifar Atli svo með myndunum.

Meðlimir Sidemen hafa lengi verið vinsælir á YouTube en vinsældir þeirra jukust til muna fyrir nokkrum árum þegar rifrildi og ósætti meðal meðlima tröllréðu öllu á samfélagsmiðlum þeirra. Meðlimirnir hömuðust við að semja og gefa út lög til að gera lítið úr öðrum meðlimunum en líklega (alveg pottþétt) voru lögin og rifrildin uppspuni með öllu enda eru meðlimirnir mestu mátar í dag.

Undanfarið hefur hópurinn fært út kvíarnar. Hópurinn selur mikið af varningi tengdum sér, fötum og öðru slíku. Nýverið opnuðu þeir veitingastað í London sem virðist vera að vekja lukku, að minnsta kosti miðað við viðbrögð aðdáenda þeirra á samfélagsmiðlum.

Ekki er vitað hver ástæða ferðalags þeirra Harry, Vikram og Ethan hingað til lands er en eflaust munu þeir birta myndband úr ferðalaginu innan tíðar. Þegar þetta er skrifað hefur enginn þeirra birt neitt á samfélagsmiðlum sínum um ferðina hingað til lands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband