fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Byrjaði með fanga og blæs á ásakanir um að hún sé að eltast við peningana hans – „Hann vill dekra við mig og gera mig hamingjusama“

Fókus
Föstudaginn 26. nóvember 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki til nein ein regla um það hvar og hvernig maður á að finna ástina. Maður bara finnur hana þar sem maður finnur hana. Til er fjöldi stefnumótaforrita og svo hefur fólk kynnst fyrir tilviljun, í gegnum sameiginlega vini og jafnvel á sérstökum viðburðum fyrir einhleypa.

Breah Sutton, 21 árs Breti, ákvað að fara fremur óhefðbundna leið. Vinkona hennar var í sambandi við mann sem var að afplána fangelsisdóm og sá spurði hvort að vinkonan vissi um einhverja frambærilega konu fyrir vin hans í fangelsinu.

„Vinkona mín var að tala við gaur í fangelsi og spurði hvort ég vildi tala við einhvern þar því að vinur kærastans hafi verið að spyrja. Ég hugsaði bara hvers vegna ekki, ég hafði engu að tapa. Ég var einhleyp og búin að vera það í tvö ár.“

Þannig hófst ástarævintýri hennar og hins 31 árs Harley Webb sem situr inni fyrir fjölda innbrota. Þau byrjuðu að skiptast á bréfum og skilaboðum og eftir nokkra mánuði voru þau komin á fast þó að þau gætu ekki hitt hvort annað fyrr en í maí á þessu ári, átta mánuðum eftir að þau byrjuðu saman.

Síðan þá hefur Breah heimsótt Harley vikulega og talar við hann um 15 sinnum á dag í síma.

„Ég var svo stressuð en þetta var æði og í lok heimsóknarinnar teygði hann sig og snerti á mér hendina og það var í fyrsta sinn sem við snertum hvort annað. Ég hafði látið húðflúra upphafsstafi hans á mig fyrir heimsóknina því ég vildi koma honum á óvart. Hann elskaði það. Hann fékk tár í augun. Hann sagði að hann vildi að hann gæti gert það sama en fyrir augljósar aðstæður stæði það honnum ekki til boða. Ég gerði þetta því ég elska hann. Ég lét setja það á brjóstkassann nálægt hjartanðu – þar vildi ég hafa það.“

Síðan þau byrjuðu saman hefur Harley sent kærustu sinni mikið magn gjafa – blóm, rándýra skó, föt og pabbi hans sendi henni jafnvel hreinræktaðan hvolp.

„Þegar hann vill að þetta komi á óvart biður hann vinkonu mína að panta það og ég borga henni svo til baka því ég er með aðgang að bankareikningum hans. Annars segir hann yfirleitt bara – farðu og keyptu þetta, ég splæsi – eða – farðu í naglsnyrtingu eða farðu út að borða með vinum þínum. Ég elska þetta en það eru samt svo margir sem eru að kalla mig gullgrafara. Í hvert sinn sem hann býðst til að kaupa eitthvað fyrir mig segi ég að ég þurfi það ekki en hann vill dekra mig og gera mig hamingjusama.“

Breah segir að hún dekri hann svo til baka. Hún sé búin að kaupa mikið af fatnaði og fylgihlutum sem bíði hans þegar hann losnar úr fangelsi.

„Ég vil að hann fái ferskt start með nýjum fötum svo það sé spennandi fyrir hann að sleppa út og það hefur líka hjálpað mér með að drepa tímann á meðan ég bíð eftir honum.“

Breah segir að hún hafi yfirheyrt Harvey þegar þau byrjuðu fyrst að tala saman til að fullvissa sig um að hann væri ekki óforbætanlegur glæpamaður. Hún hefur fulla trú á því að hann standi sig þegar hann losnar í janúar og hlakkar til að hefja líf sitt með honum. Hún segist ekki taka mark á netverjum sem halda því fram að Harvey sé líklega í samskiptum við fleiri konur.

„Ég fæ mikið af athugasemdum frá fólki sem segir að Harvey hljóti að vera að tala við mikið af stelpum og þannig sé hann að afla þessara peninga. Það gerir mig reiða – þetta eru bara þröngsýnir einstaklingar.“

The Sun greindi frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma

Hlustaðu á lagið sem ýtti Let it Go úr toppsætinu sem vinsælasta Disney lag allra tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld

Íslensk stúlka keppir í X-Factor í Danmörku í kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“

Fimmta hjónaband Pamelu Anderson endaði því hann var „fáviti við hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“

Goðsögnin Meatloaf er látinn 74 ára að aldri – „Aldrei hætta að rokka“