fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Blóðuga dagsetningin á samfélagsmiðlum útskýrð – Sjáðu myndbandið

Fókus
Föstudaginn 26. nóvember 2021 10:47

Margir hafa orðið varir við að sjá blóðuga dagsetningu á samfélagsmiðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa tekið eftir blóðugri dagsetningu á samfélagsmiðlum síðustu daga, 25.12, en það er dagurinn sem fyrsti þáttur Svörtu Sanda fer í loftið. Stöð 2 ætlar að frumsýna fyrsta þátt á jóladag og svo næsta þátt strax kvöldið eftir á annan í jólum.

Glassriver framleiða, leikstjóri Baldvin Z en hann, Aldís Amah Hamilton og lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson skrifa handritið. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson.

Um þættina: Aníta, þrítug lögreglukona, neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð.

Sjáðu stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar