fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tómas sendi þessi skilaboð á Margréti Erlu fyrir 5 árum – Í dag eru þau ástfangin og eiga barn saman

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 16:47

Margrét og Tómas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan og kabarett-drottningin Margrét Erla Maack birti færslu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sýnir skilaboðin sem útvarpsmaðurinn og Twitter-stjarnan Tómas Steindórsson sendi á hana á Tinder fyrir 5 árum síðan en þau byrjuðu saman fljótlega eftir það.

Margrét var á þessum tíma keppandi í spurningaþættinum Útsvar en Tómas var (og er ábyggilega ennþá) mikill aðdáandi spurningaþáttanna. Hann var þó enn meiri aðdáandi Margrétar í þættinum eins og fram kemur í skilaboðunum. „Bara svo það sé á hreinu þá varstu að matcha við your biggest fan í Útsvarinu. Hasstagg TEAMÚTSVAR,“ skrifaði Tómas í fyrstu skilaboðunum sem hann sendi á Margréti.

Ljóst er að skilaboðin slógu í gegn því í dag eru þau Margrét og Tómas saman og hafa verið það í um 5 ár. Þá eignuðust þau dóttur saman fyrir rúmum tveimur árum síðan. Það er alltaf gaman að sjá þegar ástin nær að blómstra svona, ekki síst þegar upphaf hennar er svona skemmtilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“